Fara í efni

Bárður Snæfellsás gönguleið Gönguleið

Umhverfið í heild sinni á svæðinu er einstakt, þar sem fuglalíf, í bland við fjölbreytt landslag, gerir Arnarstapa að einum vinsælasta áfangastaðar Vesturlands.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vesturland, Snæfellsnes
Upphafspunktur
N64°45.9992 W023°37.7660
Erfiðleikastig
Aðgengi fyrir alla
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 mínútur
Yfirborð
  • Hellulögn
  • Óskilgreint
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Sorplosun
  • Landvarsla
  • Tjaldsvæði
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið gæti verið hál vegna ísingar yfir vetrartímann.
Arnastapi er þekktur áfangastaður ferðamanna um Snæfellsnes og er búin að vera uppbygging á síðastliðnum árum á svæðinu. Göngustígar um svæðið eru nú sumir hverjir vel aðgengilegir og mikill fjöldi veitingastaða auk gistiaðstöðu er á svæðinu. Höfnin við Arnastapa og göngustígar á milli Arnastapa og Hellnar eru vinsælir áfanga/áningastaðir. Umhverfið í heild sinni á svæðinu er einstakt, þar sem fuglalíf, í bland við fjölbreytt landslag, gerir Arnarstapa að einum vinsælasta áfangastaðar Vesturlands. Hlaðin mynd af Bárði Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson gnæfir yfir svæðinu og strandlengju Arnarstapa.