Fara í efni

Bláhnúkur Gönguleið

Fjallganga frá Landmannalaugum sem býður upp á frábært útsýni. Nokkuð brött ganga en ekkert klifur.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Suðurland, Rangárþing Ytra
Upphafspunktur
Landmannalaugar
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
  • Möl
  • Stórgrýtt
Hættur
  • Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
  • Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
  • Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
  • Tjaldsvæði
  • Landvarsla
  • Salerni
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Yfirleitt fær frá miðjum júní og fram í október.
Bláhnúkur (945 m) er sennilega fjölsóttasta fjallið á miðhálendi Íslands, enda er þetta svipmikla fjall augljós áfangstaður fyrir þá gesti sem vilja njóta útsýnis. Stutt ganga er að fjallinu frá Landmannalaugum og er þá farið til suðurs og út fyrir mynni Grænagils. Leiðin hlykkjast upp bratta hlíð fjallsins og getur verið hál í lausamöl, svo mikilvægt er að fara með aðgát. Leiðin er þó laus við klifur og verður þægilegri eftir því sem ofar er komið. Frá toppi Bláhnúks er víðsýnt til allra átta og kjörið að gefa sér góðan tíma til að njóta landslagsins. Allt í kring eru litrík líparítfjöll og í suðri sjást háfjöll friðlandsins. Í norðri sjást hinar svörtu Vatnaöldur handan Tungnaár. Farið er sömu leið til baka að skálasvæðinu. Fyrir þau sem vilja ganga lengra er þó mögulegt að fara aðra ómerkta leið til vesturs eftir háhrygg fjallsins og svo í norðurátt niður í Grænagil. Þá er komið niður innarlega í gilinu og við tekur stutt ganga í gegnum Laugahraun áður en komið er inn á Laugahringinn.