Fara í efni

Blikastaðanes Gönguleið

Stutt og falleg leið sem hentar öllum. Gengið er meðfram ströndinni með fallegu útsýni yfir Faxaflóann og fjölbreytt fuglalíf blasir við á leiðinni.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Mosfellsbær
Upphafspunktur
Bílastæði við Hlíðarvöll
Erfiðleikastig
Aðgengi fyrir alla
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Bundið slitlag
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Salerni
Salerni í golfskála
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Þessi 3 km leið um Blikastaðanesið hentar öllum. Leiðin er malbikuð og hefst við bílastæðið við Hlíðarvöll, golfvellinum í Mosfellsbæ. Byrjað er ganga á milli golfbrauta þangað til komið er að strandstíg sem liggur út Leiruvoginn. Þar er beygt til vinstri og gengið meðfram sjónum þar sem blasir við fallegt útsýni yfir Esjuna og Akrafjall. Gengið er meðfram Blikastaðanesinu og beygt aftur til vinstri þar til komið er aftur að upphafi strandleiðarinnir svo er gengið sömu leið tilbaka í gegnum stíginn á golfvellinum aftur að bílastæðinu. Blikastaðanesið er hluti af friðlýstu svæði sem nær frá Blikastaðakró og inn Leirufjörðinn. Þetta svæði er mikilvægt fuglasvæði, einkum á fartíma margæsa á vorin og fæðusvæði fyrir sendlinga að vetri. Svæðið er einnig viðkomustaður farfugla einkum vaðfugla og að auki er það sjést til landsela. Verndargildi svæðiðsins felst einnig í grunnsævi, miklum sjávarfitjum og víðáttumiklum leirum.