Fara í efni

Djúpuvíkurhringur Gönguleið

Fjölbreytt og mátulega erfið gönguleið upp frá Djúpuvík

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vestfirðir, Árneshreppur
Upphafspunktur
.
Erfiðleikastig
Þrep 4 - Lengri leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
  • Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
  • Vatnsrás - skurður eða renna til að ræsa fram vatni
  • Vað - Óbrúaður lækur, eyrar eða mýrar
Aðgengi fyrir alla nema hreyfihamlaða, hjólastóla og vagna.
Hættur
Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
Þjónusta á leiðinni
Salerni
Salerni á Hótel Djúpuvík.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Fjölbreytt og mátulega erfið gönguleið upp frá Djúpuvík sem kom fyrir í stórmyndinni Justice League frá 2017. Hápunktur hringsins er án efa Djúpavíkurfoss en útsýni er að ofanverðum fossi og yfir Reykjarfjörðinn. Þverhnýpt er beggja megin við fossinn og verður því að vara sig nálægt brúnum, sérstaklega í rigningu. Gott er að leggja við Hótel Djúpavík og ganga upp hlíðina frá gömlu síldarverksmiðjunni. Eftir um 100m er beygt til vinstri að fjallshlíðinni og þar byrjar stikuð leið. Þaðan er upphækkunin frekar drjúg þar til komið er upp fyrir klettana. Eftir það er leiðin að mestu aflíðandi. Upp að fossi er gangan milli 30-45 mínútur en mælt er með því að klára hringinn og koma niður í Reykjarfjörðinn um kílómeter frá Djúpuvík. Þaðan er einfaldlega gengið eftir veginum til baka.