Fara í efni

Dyrhólaey

Uppbyggð gönguleið sem liggur meðfram bjargbrún frá salernishúsið Lágey og upp á Háey. Gera þarf ráð fyrir að ganga sömu leið til baka.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Suðurland, Mýrdalshreppur
Upphafspunktur
Við salernishús á Lágey
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Bundið slitlag
  • Steinlögn
  • Möl
  • Stórgrýtt
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Mjög vindasamt getur verið í Dyrhólaey.
Hættur
  • Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
  • Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Landvarsla
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Eyjan er lokuð á milli kl. 19 og 9 á varptíma, frá 1. maí til 26. júní.
Gangan hefst við salernishús og bílastæði á Lágey. Fyrst er gengið á malbikuðum stíg niður að klettabrún þar sem frábært útsýni gefst yfir Arnardrang og Reynisfjöru, þar sem Reynisfjall og Reynisdranga sjást í fjarska. Hægt er að stökkva hér út á nokkra mismunandi útsýnisstaði meðfram bjargbrúninni, m.a. hægt að fara stutta leið til norðurs þar sem komið er að mesta lundvarpinu í eyjunni. Frá bjargbrúninni liggur leiðin síðan til vesturs og er gengið yfir tiltölulega flatt land áður en komið er að brekkunni við Háey. Í brekkunni eru hlaðin þrep og útsýnisstaður sem kjörið er að stoppa á ef veðrið er gott. Áfram er haldið upp brekkuna og eftir hana er fremur þægileg ganga framhjá klettgatinum Tónni áður en komið er að Dyrhólavita. Við vitann er frábært útsýni yfir Tónna og aðra dranga undan Dyrhólaey. Áður en farið er aftur til baka á Lágey er hægt að ganga meðfram klettabrún Dyrhólaeyjar vestanmeginn og er þaðan útsýni yfir svartar strendur og til Vestmannaeyja.