Esjan upp að Steini Gönguleið
Gangan upp Esjuna er líklega vinsælasta gönguleiðin við höfuðborgarsvæðið sem ætti að vera flestum fær.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Reykjavík
Upphafspunktur
Esjan bílastæði
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hættur
Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
Þjónusta á leiðinni
Salerni
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Esjan, bæjarfjall Reykjarvíkur, blasir við borgarbúum og þar stunda tugþúsundir fjallgöngu og útivist á hverju ári. Gangan upp að Steini er sá viðkomustaður sem flestir stefna á og ætti að vera flestum fær. Vegalengdin er um 6,6 km og er göngutíminn 1-3 klst., allt eftir því hversu hratt er farið. Leiðin liggur frá bílastæði við Mógilsá í Kollafirði. Eftir stutta göngu frá bílastæðinu er komið að göngubrú áður en gengið er upp Þvergi. Fyrir ofan er svo Smágil og skiptist stígurinn þar í tvennt og í þessari göngu er brattari leiðin gengin upp um Einarsmýri og leiðin gengin niður.
Brýnt er að fylgja merktri leið öryggisins vegna og einnig til að hlífa gróðri því fjölmargir leggja leið sína á Esjuna á degi hverjum. Að vetrarlagi er nauðsynlegt að hafa hálkubrodda meðferðis þar sem hálka getur orðið mikil á leiðinni.