Fara í efni

Fossá skógrækt Blönduð leið (ganga og hjól)

Fjölbreyttar gönguleiðir í fallegu umhverfi Kjósahrepps.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vesturland, Kjósarhreppur
Upphafspunktur
N 64°21.1996 W 021°27.9139
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Skilti við upphaf leiðar
  • Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
  • Möl
  • Gras
  • Blandað yfirborð
Hættur
  • Vað - Óbrúaður lækur/á, eða votlendi/mýrar
  • Sterkir straumar - s.s á, sjór eða vötn
  • Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
Sorplosun
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Skógræktin er staðsett við þjóðveg og hefur áningarstaðurinn við útjarð skógræktar mikið aðdráttarafl ferðamanna um svæðið en útsýni þaðan er frábært. Gamla réttin og fossinn, Sjávarfoss, vekja mikla athygli þegar keyrt er um svæðið og einnig útsýnið yfir Hvalfjörð. Fossá er skógræktasvæði í Kjósarhreppi sem fjögur skógræktarfélög halda utan um. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Kjalarnes, Kjós og Kópavogs. Fossá var formlega tekin inn í Opinn skógur verkefnið árið 2011 en Fossárjörðin er með skjólgott svæði og mikin skóg en hefur einnig að bjóða kræklingafjöru undan Fossárósum, fossar og flúðir sem berast með Fossáinni og ágætis berjalandi. Jörðin er alls 1.100 hektarar og er búið að planta yfir milljón plöntun en aðallega hefur verið gróðursett greni, birki og fura. Á Fossá eru að finna merktar gönguleiðir ásamt áningarstöðum og hefur svæðið því mikla útivistarmöguleika. Skógræktarfélögin fjögur, stofnuðu árið 2001, rekstrarfélag um skógræktina á jörðinni og aðrar framkvæmdir á svæðinu, svo sem stígagerð og lagningu vega í skóginum. Þetta rekstrarfélag nefnist Fossá skógræktarfélag en það hefur tekjur sínar af sölu jólatrjáa en á síðustu árum hefur sala á skógarviði til margvíslegra nota einnig komið til. Jólatrésræktun er fyrirferðamikil á svæðinu og hefur rekstrarfélagið ágætil tekjur af sölu ár hvert.