Fara í efni

Fossaganga í Fljótsdal Gönguleið

Fossagangan hefst við Óbyggðasetur Íslands í Norðurdal í Fljótsdal. Þaðan er um 6 klukkustunda þægileg ganga um afar fallegt svæði meðfram Jökulsá í Fljótsdal upp í Laugarfell. Áin rennur víða í gljúfrum og vestan hennar er Kleifarskógur, náttúrulegur birkiskógur sem gaman er að fara um.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Austurland, Fljótsdalshreppur
Upphafspunktur
Óbyggðasetrið í Fljótsdal
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
6 - 10 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hættur
  • Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
  • Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Ferðaþjónusta er rekin á báðum endum leiðar.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Í Jökulsá í Fljótsdal er fjöldi fossa af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir neðstu eru skammt fyrir innan eyðibýlið Kleif, og síðan allar götur upp að Eyjabökkum. Á þeirri 20 kílómetra leið er fjöldi mikilfenglegra fossa. Fossagangan hefst við Óbyggðasetur Íslands í Norðurdal í Fljótsdal. Þaðan er um 6 klukkustunda þægileg ganga um afar fallegt svæði meðfram Jökulsá í Fljótsdal. Áin rennur víða í gljúfrum og vestan hennar er Kleifarskógur, náttúrulegur birkiskógur sem gaman er að fara um. Nokkrar líkur eru á að rekast á hreindýr á leiðinni. Þegar inn á hásléttuna er komið bíða göngufólks, náttúrulaugar við nýjan og glæsilegan fjallaskála við Laugarfell. Fyrir þá sem vilja ganga niður í móti er ágætt að byrja við Laugarfell og ganga niður að Óbyggðasetrinu. Bæði Laugarfell og Óbyggðasetrið bjóða upp á að skutla fólki milli staðanna fyrir eða eftir göngu.