Fara í efni

Fossatún gönguleið Fræðslustígur

Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og er gönguleiðir meðfram árbakkasvæðinu en einnig er gönguleið inn að Blundsvatni.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vesturland, Borgarbyggð
Upphafspunktur
N64°35.5672 W021°34.6263
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
  • Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Möl
  • Blandað yfirborð
Hættur
Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
Þjónusta á leiðinni
  • Tjaldsvæði
  • Sorplosun
  • Salerni
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
routesRouteAvailableSeasonal
Fossatún er þekktur áfangastaður í Borgarfirði en þar er að finna gönguleiðir sem tengjast þjóðsöguarfi og tröllabókum sem staðarhaldari hefur skrifað og sögusviðið er af Vesturlandi. Fossatún er staðsett miðsvæðis á milli stóra sumarhúsa svæða en Skorradalur og Húsafell liggja hvoru megin við Fossatún. Við Fossatún liggur Grímsá og er útsýni yfir fjallagarða Borgarfjarða stórbrotið. Fossatún er staðsett um 90 km frá Reykjavík við veg nr.50, mitt á milli Borgarnes og Reykholts í Borgarfirði. Mismunandi gistiaðstaða er til staðar á Fossatúni, frá tjaldsvæði, smáhýsi, gistiheimili og sveitahótel. Veitingastaður auk aðstöðu fyrir gesti til eldunar er til staðar og hafa allir aðgang að heitum pottum. Fossatún er staðsett á bökkum Grímsár og er gönguleiðir meðfram árbakkasvæðinu en einnig er gönguleið inn að Blundsvatni, þar sem er að finna fjölbreytt fuglalíf og fallegt útsýni yfir fjallagarða Borgarfjarðar. Hægt er að ganga frá þjónustuskála við Fossatún og genga meðfram Grímsá en mikið af skiltum eru á leiðinni og þá skilti um tröll og þjóðsögur. Gönguleiðin er vel greinileg og er malarstígur sem er vel breiður. Margir áningarstaðir er á þeirri gönguleið og endar hún svo aftur við þjónustuskála. En leiðin að Blundarvatni er nokkuð greinileg en undirlag á þeirri gönguleið er með bæði graslendi og malastíg og er hún einnig nokkuð breið. Leiðin liggur við bakka Blundarvatns og inn á sumarhúsabyggð en þar er að finna vegslóða sem liggur svo frá sumarhúsabyggð, aftur að þjónustuskála.