Gilsfjörður - Bitrufjörður Gönguleið
Gilsfjörður - Bitrufjörður (Þverun Íslands)
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vestfirðir, Dalabyggð - Strandabyggð
Upphafspunktur
.
Merkingar
Vörðuð leið með hlöðnum steinum
Tímalengd
4 - 6 klukkustundir
Yfirborð
- Gras
- Þýft
- Blandað yfirborð
Hindranir
Vað - Óbrúaður lækur, eyrar eða mýrar
Ekki aðgengi fyrir hreyfihamlaða, hjólastóla eða vagna.
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Mjög flott leið um haftið sem tengir Vestfjarðakjálkann við meginlandið. Leiðin er gömul póstleið þannig að styðjast má við vörður og gamlan slóða til þess að ganga yfir heiðina. Á leiðinni er að finna fossinn Gullfoss í Gilsfirði og flott vatn, Krossárvatn, sem úr rennur Krossá niður í Bitrufjörð. Hefja má gönguna hvorum megin sem hentar en athuga þarf að frá enda vegslóða í Krossárdal og upp á heiðina (ca. 3km) er nokkuð seinfarið mólendi. Þar er mælt með góðum ökklastuðningi enda farið um þúfur og grjót. Uppá heiðinni sjálfri og niður í Gilsfjörð er leiðin þó nokkuð auðfarin.
Hægt að leggja bílnum að Kleifum í Gilsfirði, en ekkert merkt bílastæði er á staðnum. Sama má segja um Bitrufjarðarhliðina þar sem best er að ganga upp Krossárdalinn sem er hluti af veiðisvæði Krossár og því ekkert merkt bílastæði fyrir göngufólk.Bílastæði: Ef gengið er frá Gilsfirði: Hjá bænum Kleifar. Óskað er eftir því að fólk kynni sig. Ef gengið er frá Bitrufirði: Hjá bænum Einfætingsgil.