Fara í efni

Höfða hringurinn- Raufarhöfn

Höfðahringurinn er innan bæjarmarka Raufarhafnar. Einstaklega skemmtileg gönguleið sem býr yfir mikilli fjölbreytni og dregur fram náttúrufegurð staðarins í allri sinni mynd. Gangan hefst við Raufarhafnarkirkju þar sem fyrsta byggð þorpsins var.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Norðurþing
Upphafspunktur
Raufarhafnarkirkja
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
  • Gras
  • Blandað yfirborð
Hættur
Sjávarföll - Breytileg staða sjávar, flóð og fjarða
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Höfðahringurinn er skemmtileg gönguleið sem býr yfir mikilli fjölbreytni og dregur fram náttúrufegurð staðarins í allri sinni mynd. Gangan hefst við Raufarhafnarkirkju þar sem fyrsta byggð þorpsins var. Þaðan er gengið í átt að Lundshússtjörn og meðfram brúninni á Lághöfðanum. Þar í fjörunni stendur kletturinn Karl sem virðir Bæjarvíkina fyrir sér. Leiðinni er síðan haldið áfram á austanverðan Lághöfðann þar sem fjölmargir hellisskútar leynast í klettunum við hafið. Þaðan er falleg sýn yfir Þistilfjörðinn og í góðu skyggni er hægt að sjá Langanesið. Gengið er upp Háhöfðann sem er náttúruprýði Raufarhafnar og hefur lengi verið eitt af helstu kennileitum staðarins. Efst á Höfðanum stendur Raufarhafnarvitinn þar sem útsýni er gott og hvergi betra að virða þorpið fyrir sér. Sunnan við Höfðann stendur Hólminn og dregur Raufarhöfn nafn sitt af raufinni sem aðskilur Höfðann og Hólmann. Að lokum liggur leiðin meðfram kirkjugarðinum niður Höfðann og í átt að kirkjunni, þar sem hringleiðinni lýkur. Gangan er við allra hæfi og hentar þeim sem vilja njóta kyrrðar í fuglalífinu. Þó þarf að gæta varúðar á brúnum Höfðans þar sem þær geta verið lausar í sér.