Fara í efni

Hornstrandir: Hlöðuvík - Hornvík

Hlöðuvík - Hornvík, um Atlaskarð

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vestfirðir, Ísafjarðarbær
Upphafspunktur
Hlöðuvík
Erfiðleikastig
Þrep 3 - Krefjandi leið
1 2 3 4
Merkingar
Vörðuð leið með hlöðnum steinum
Tímalengd
4 - 6 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hættur
  • Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
  • Vað - Óbrúaður lækur/á, eða votlendi/mýrar
  • Sterkir straumar - s.s á, sjór eða vötn
  • Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
Þjónusta á leiðinni
  • Engin þjónusta
  • Landvarsla
  • Tjaldsvæði
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Snjóþung fram í júní. Aðgengileg júní til september.
Frá Hlöðuvík liggur gönguleiðin upp innanverðan Skálakamb (350m). Bratt er upp Skálakambinn en gatan er góð. Varasamt getur þó verið að ganga þar um eftir mikla ofankomu og leysingar. Frá Skálakambi er gengin vörðuð leið ofan Hælavíkur og yfir í Atlaskarð (327m). Niður í Rekavík bak Höfn er greinileg gata alveg niður í fjöru, þar sem Rekavíkuráin er þveruð. Haldið er áfram inn í Hornvík eftir greinilegri götu sem leiðir fólk niður í fjöru, um Tröllakamb og inn að Höfn.