Húsafell-Hraunfossar Blönduð leið (ganga og hjól)
Ein af mörgum fallegum gönguleiðum á svæðinu.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vesturland, Borgarbyggð
Upphafspunktur
N64°41.9304 W020°52.2730
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
3 - 4 klukkustundir
Yfirborð
- Bundið slitlag
- Möl
- Gras
- Blandað yfirborð
Hindranir
- Brú - mannvirki sem ber stíg/slóða/veg yfir vatnsfall, sund, gil eða aðra hindrun
- Vað - Óbrúaður lækur, eyrar eða mýrar
- Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Fara þarf yfir þjóðveg til að komast áleiðis.
Hættur
- Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
- Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
- Salerni
- Sorplosun
- Tjaldsvæði
Hótel Húsafell veitir gestum á svæðinu þjónustu.
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Leiðin Húsafell-Hraunfossar liggur á gamla veginum, frá Húsafellskirkju og upp að Reyðafellsskógi. Þaðan er svo hægt að fara yfir þjóðveginn og inn á vegslóða, alla leið að bílastæði við Hraunfossa.