Kálfaneshringur Gönguleið
Einföld og þægileg leið sem býður uppá flott útsýni yfir Hólmavík og Steingrímsfjörð.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vestfirðir, Strandabyggð
Upphafspunktur
.
Merkingar
Skiltuð án annarra merkinga - merkt leið með skiltum sem vísa leið
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
- Bundið slitlag
- Gras
- Blandað yfirborð
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Salerni
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Gott er að byrja við Íþróttamiðstöðina og ganga þaðan upp í Borgirnar svokallaðar. Við hæsta punkt er varða og gestabók. Leiðin er ekki stikuð en stígurinn er vel greinilegur. Athuga verður þó að hluti hringsins er í gegnum þorpið sjálft. Kálfaneshringurinn er líka flott hlaupaleið enda nokkuð aflíðandi og laus við stórgrýti