Kirkjubólshringur Gönguleið
Stuttur hringur frá bænum Kirkjubóli
Nánari upplýsingar
Landshluti
Vestfirðir, Strandabyggð
Upphafspunktur
.
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
- Gras
- Blandað yfirborð
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Tjaldsvæði
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Þessi stutti hringur frá bænum Kirkjubóli býður uppá flott útsýni yfir Steingrímsfjörðinn. Hægt er að ganga frá bænum sjálfum eða frá bílastæði um 200m lengra út fjörðinn. Fyrst er gengið upp á hæðina fyrir ofan Kirkjuból framhjá giljum og kindaslóðum. Leiðin er stikuð bláum stikum en þegar komið er upp á hæðina er nokkuð kröpp vinstribeygja (austur) þar sem leiðin heldur áfram. Ýmis örnefni eru merkt með skiltum og þar má helst nefna hæsta punkt leiðarinnar, Hnúka. Athuga þarf að þegar komið er niður hæðina hinum megin þarf að fara yfir veg en þar heldur leiðin áfram meðfram fjörunni.Við bílastæðið 200m austan við Kirkjuból eru upplýsingar um leiðina. Það er því kannski hentugri upphafspunktur.