Fara í efni

Laugahringur

Hringleið sem byrjar og endar við skálasvæðið í Landmannalaugum. Gengið er á þægilegum göngustíg um Laugahraun að jarðhitasvæði við rætur Brennisteinsöldu. Á bakaleiðinni er farið um Grænagil.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Suðurland, Rangárþing Ytra
Upphafspunktur
Landmannalaugar
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
  • Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Möl
  • Steinlögn
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Farið er upp bratta brekku í byrjun leiðar sem er hlaðin með steinþrepum.
Hættur
  • Sterkir straumar - s.s á, sjór eða vötn
  • Heitt vatn - Heitar vatnsuppsprettur eða hverir >45°C
  • Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Tjaldsvæði
  • Landvarsla
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Vanalega opið frá því um miðjan júní og fram í október.
Farið er frá skálasvæðinu og upp háan og úfinn hraunkant Laugahrauns. Þar tekur við þægileg ganga á sléttum stíg um hraunið. Mælt er með að stansa þegar komið er út á hraunbrúnina vestanmegin, en þar opnast glæsilegt útsýni yfir eyrar Námskvíslar - Vondugiljaaura. Hæst ber Háöldu sem ber nafn með rentu, hæsta fjall á þessu svæði. Eftir að gengið er niður úr hrauninu er komið að stígamótum, en leið A heldur hér áfram til suðurs milli hrauns og hlíðar upp að hverasvæði við Brennisteinsöldu. Frá hverasvæðinu er hægt að ganga sömu leið til baka, en flest fara hringleið og ganga þá um Grænagil. Sú leið er örlítið lengri og býður upp á einstaka litadýrð þar sem jarðhiti hefur ummyndað jarðlög í rótum Bláhnúks.