Þingmannahnjúkur Gönguleið
Nokkuð þægileg fjallganga með fallegu útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Norðurland, Eyjafjarðarsveit
Upphafspunktur
.
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
- Gras
- Þýft
- Votlendi
Hindranir
- Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
- Vatnsrás - skurður eða renna til að ræsa fram vatni
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Gönguleiðin sem hér er lýst er sú sem í daglegu tali er kölluð Þingmannahnjúkur og er á nokkuð áberandi hnjúk austan í Vaðlaheiði. Hinn eiginlegi Þingmannahnjúkur er þó nokkru innar á heiðinni. Upphaf gönguleiðarinnar er við afleggjarann að Bænum Eyrarlandi. Frá Akureyri er ekið austur yfir Leirubrú, þaðan sem hnjúkurinn blasir við, beygt til hægri áleiðis fram í Eyjafjarðarsveit og aftur til vinstri eftir um 2 km leið. Skilti er við upphaf leiðarinnar en ekki bílastæði og þarf því að gæta þess að leggja vel út í vegarkanti. Fyrsti hluti leiðarinnar er norðan við lítið gildrag en fljótlega er sveigt aðeins til hægri. Eftir tæpan kílómetra tekur leiðin áberandi sveig til hægri og eftir það fer brattinn að aukast upp hlíðina. Eftir röskan kílómetra til viðbótar er komið á gamlan vegarslóða sem liggur upp undir sjálfan hnjúkinn. Leiðin er all vel stikuð, telst okkuð þægileg fjallganga og við flestra hæfi.