Fara í efni

Vaðlastígur Blönduð leið (ganga og hjól)

Falleg leið sem er aðgengileg öllum.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Svalbarðsstrandarhreppur
Upphafspunktur
Við vegamót þjóðvegar 1 og Veigastaðavegar (nr. 828)
Erfiðleikastig
Aðgengi fyrir alla
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Bundið slitlag
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Upplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Vaðlastígur er gönguleið í gegnum Vaðlareit, fallegan skóg sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur ræktað upp á síðustu áratugum syðst í Svalbarðsstrandarhreppi. Stígurinn liggur samsíða þjóðvegi 1, aðeins inn í skóginum og veitir því skjól fyrir bæði vindi og umferð. Um er að ræða fyrsta áfanga göngu- og hjólastígaverkefnis sem Svalbarðsstrandarhreppur áformar að haldi áfram norður eftir sveitarfélaginu. Stígurinn hefst við vegamót Veigastaðavegar, skammt sunnan við Vaðalheiðargöng, og endar á planinu við Skógarböðin. Þaðan áformar Eyjafjarðarsveit og Akureyarbær áframhaldandi stíg yfir Leirurnar með fram þjóðveginum inn til Akureyrar. Einnig er hægt að byrja gönguna fram og til baka eftir Vaðlastíg við Skógarböðin og er þá bakaleiðin undan brekkunni. Meðfylgjandi GPS-ferill fer þá leið. Stígurinn er malbikaður og öllum aðgengilegur þótt hæðarmunur sé nokkur. Fyrirhugað er að setja lýsingu við stíginn og þar eru nokkrir áningarstaðir sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur útbúið. Frá vegamótum Veigastaðavegar tekur síðan við malarstígur að hringtorgi við Vaðlaheiðargöng (um 300 m í viðbót).