Fara í efni

Varmaland gönguleið Gönguleið

Fjölbreyttir göngustígar, ásamt fallegu landslagi gerir gönguleið um Varmaland mjög áhugaverða og heillandi upplifun.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Vesturland, Borgarbyggð
Upphafspunktur
N64°21.2886 W021°36.6383
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Skiltuð án annarra merkinga - merkt leið með skiltum sem vísa leið
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Bundið slitlag
  • Möl
  • Trjákurl
  • Gras
  • Stórgrýtt
  • Þýft
  • Votlendi
  • Blandað yfirborð
Hættur
  • Hálka - Hál og sleip leið
  • Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
  • Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
Þjónusta á leiðinni
  • Salerni
  • Sorplosun
  • Tjaldsvæði
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Varmaland er lítið þorp sem byggst hefur í kring um jarðhitasvæði í Stafholtstungum í Borgarbyggð. Byggðin er staðsett í tungunni á milli Hvítár og Norðurá en þar er starfræktur leikskóli auk sundlaugar og íþróttahús. Laugaland, sem er lítið býli á svæðinu, nýtir jarðhitasvæðið í garðyrkju en ræktaðar eru gúrkur þar allt árið í kring. Hótel Varmaland er staðsett í hjarta þorpsins og er Varmaland vinsæll staður að heimsækja og dvelja. Varmaland í Borgarbyggð er þekktur staður fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda. Tjaldsvæði Varmalands hefur verið þekkt meðal innlendra ferðamanna í áraraðir en með tilkomu hótel Varmalands hefur bæst við fleiri erlendir ferðamenn á svæðið. Varmaland sést vel frá þjóðvegi nr.1 en ljósabirtan og gufan sem kemur frá svæðinu er vel sýnileg. Gönguleið um Varmaland er staðsett inn í skógrækt, á holtinu fyrir ofan Varmaland og er stórgott útsýni yfir nærliggjandi svæði þegar gengið er á holtinu. Gangan hefst við hótel Varmaland og gengið í átt að skólahúsi. Þar er göngustígur sem er vel breiður en beygt er inn í skógrækt sem er á hægri hönd en þar inni er að finna leiksvæði fyrir yngri kynslóð en einnig fjölmarga göngustíga. Fjölbreyttir göngustígar, ásamt fallegu landslagi gerir gönguleið um Varmaland mjög áhugaverða og heillandi upplifun.