Vífilsfell Gönguleið
Vífilsfell er tignarlegt fjall og er gangan frábær skemmtun. Þegar komið er upp á toppinn blasir við stórkostlegt útsýni.
Nánari upplýsingar
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Kópavogur
Upphafspunktur
64.05511, -21.53137
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
2 - 3 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Brattir kaflar sem krefjast fyllstu varúðar eru ofarlega í fjallinu
Hættur
- Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
- Íshrun - Klakabunkar falla úr klettum, brekku eða fjallshlíð
- Snjóflóð
- Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Vífilsfell er eitt af fallegum fellum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Vífilsfellið er áhugavert út frá jarðfræðilegu sjónarhorni þar sem það myndaðist í tveimur gosum undir ísaldarjökli. Gangan á að vera flestum hæf sem eru í sæmilegu formi. Engu að síður þarf að fara varlega á nokkrum stöðum í bröttum skriðum og móbergi. Lagt er af stað frá bílastæðinu síðan er gengið eftir vegi þangað til komið er að skilti þar sem uppgangan hefst. Fyrst er farið upp vel skýran stíg upp bratta skriðu. Þegar komið er upp úr klettabelti að þá er gengið eftir sléttum stalli og þar má sjá topp fjallsins sem er úr móbergi og eru stikur sem vísa manni veg þar upp. Í efstu klettabeltunum eru kaðlar á tveimur stöðum sem auðvelda uppgönguna og á tindinum er útsýnisskífa sem Ferðafélag Íslands setti upp. Útsýnið yfir höfuðborgina er frábært og sést til Gróttu í 25 km fjarlægð, þar sem Vífill stundaði útræði. Einnig blasa við Esja, Móskarðshnjúkar, Skjaldbreiður og Hengill. Hægt er að fara allt árið á Vífilsfell en gætið þess að fara ekki í miklum vindi enda geta sviptivindar orðið erfiðir þarna uppi. Brattinn er þannig í skriðunum að taka þarf með gönguöxi og jöklabrodda á veturna og kunna ísaxarbremsuna til að forða mögulegu slysi. Aðstæður geta verið þannig að keðjubroddar (Esjubroddar) eru ekki fullnægjandi öryggisbúnaður. Þess má geta að Vífilsfell var valið bæjarfjall Kópavogs í kosningum árið 2013.