Fara í efni

Vífilstaðarvatn Blönduð leið (ganga og hjól)

Stutt og skemmtileg gönguleið í kringum Vífilstaðarvatn sem hentar vel flestum sem vilja njóta útiveru í náttúrunni.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Höfuðborgarsvæðið, Garðabær
Upphafspunktur
Vífilstaðarvatn bílastæði
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Ómerkt leið - Engar merkingar til að vísa leið
Tímalengd
30 - 60 mínútur
Yfirborð
Möl
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
  • Engin þjónusta
  • Sorplosun
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Hundar bannaðir á varptíma frá 15. apríl - 15. ágúst
Umhverfis Vífilsstaðavatn er góður stígur sem er um 2,6 km að lengd og tekur um 35 mín. að ganga kringum vatnið en um 15 mín. að skokka. Útivistarbekkir eru meðfram stígnum þar sem tilvalið er að setjast niður og njóta náttúrunnar og fjölbreytts fuglalíf sem er við vatnið. Fræðsluskiltum hefur verið komið upp, um lífríki vatnsins, fugla við vatnið og gróður. Gamla bryggjan var endurgerð við vesturbakkann fyrir nokkrum árum til að auðvelda aðgengi fatlaðra. Umhverfi vatnsins er á öllum árstíðum eftirsóknarvert til útivistar, þaðan er hægt að ganga upp að vörðunni Gunnhildi uppi á Vífilsstaðahlíð, þar er útsýnisskilti og gott útsýni. Einnig er gönguslóði innan við vatnið upp í Grunnavatnaskarð. Vatnið og umhverfi þess var friðlýst 2007. Skrautfjöður friðlandsins er flórgoðinn, gerð var tilraun að setja út hreiðurstæði fyrir goðanna á vorin og hefur þeim fjölgað á vatninu með hverju ári. Hundar eru bannaðir í friðlandinu um varptímann, frá 15. apríl-15. ágúst. Veiðileyfi í vatnið er tímabilið 1. apríl til 15. september.