Fara í efni

Vindbelgjarfjall Gönguleið

Vindbelgur er eitt af einkennisfjöllum Mývatnssveitar. Frá toppi fjallsins er frábært útsýni yfir Mývatn, Sandvatn og nærsvæði.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Þingeyjarsveit
Upphafspunktur
Bílastæði vestan við bæinn Vagnbrekku
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
  • Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
  • Möl
  • Blandað yfirborð
  • Trjákurl
Hindranir
  • Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
  • Vatnsrás - skurður eða renna til að ræsa fram vatni
Hættur
  • Engar hættur á leiðinni
  • Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Vinbelgjarfjall er eitt af einkennisfjöllum Mývatnssveitar enda er útsýni frá toppi fjallsins einstaklega fagurt. Vindbelgjarfjall varð til við gos undir jökli en þegar jökulinn hopaði fyrir um 10.000 árum blasti þessi formfagri móbergshnjúkur við. Fjallið rís rúma 200 m yfir umhverfi sitt en áður fyrr stóð það sem eyja úti í Mývatni hinu forna. Leiðin upp fjallið hefst á merktu bílastæði rétt vestan við bæinn Vagnbrekku. Þaðan er gengið eftir vegslóða í um 25 mínútur að fjallinu. Þá tekur við stikuð leið við upp á toppinn. Leiðin upp fjallið er nokkuð brött og laus í sér. Vindbelgjarfjall er innan Verndarsvæði Mývatns og Laxár, sem friðlýst var með sérlögum árið 1975. Votlendissvæðin sem umkringja Vindbelgjarfjall teljast til alþjóðlega mikilvægra votlendis- og fuglaverndunarsvæða. Þar er m.a. að finna skógi vaxið tjarnarlandslag, sem á engan sinn líka á Íslandi.