Fara í efni

Leiðbeiningar fyrir gagnagrunn ferðaþjónustunnar

Takk fyrir að taka þátt í að viðhalda gagnagrunni ferðaþjónustunnar!

Hér má nálgast leiðbeiningar, hvernig hægt er að nota gagnagrunn ferðaþjónustunnar, skrá sig inn og breyta þar upplýsingum um fyrirtæki. 

Nánari aðstoð er gjarnan veitt gegnum netfangið ferdalag@ferdamalastofa.is eða gegnum síman okkar 535-5500 milli 10-12 alla virka daga. 

Til að opna leiðbeiningarnar, smellið á krossana að neðanverðu. Hægt er að opna fleiri en einn kross í einu.

Innskráning í gagnagrunn ferðaþjónustunnar

Þegar farið er inn í gangagrunn ferðaþjónustunnar er farið í gegnum db.ferdamalastofa.is

Þegar þangað er komið þarf að smella á innskráning í efra hægra horninu, þar er skráð inn netfang notendans sem skráður var í kerfið og lykilorð sem valið var fyrir notendann.

Breyta grunnupplýsingum

Allar skráningar undir sama aðgangingum birtast í valmyndinni í grunninum. Fyrir fyrirtæki með margar skráningar, þarf að velja þá skráningu sem á að uppfæra. 

Eftir að skráning hefur verið valin, opnast yfirlit sem safnar grunnupplýsingum fyrirtækisins. Eftir að upplýsingarnar hafa verið uppfærðar, þá er ýtt á hnappinn "uppfæra þjónustu" til hægri á síðunni. Athugið að ef uppfæra á myndir eða texta, þá er smellt á "uppfæra þjónustu" eftir að það er gert.

Skráning í landshluta

Skráning í landshluta miðast við starfsstöð eða heimilisfang aðila. Ekki er heimilt að skrá fyrirtæki í fleiri en einn landshluta, eða annan landshluta en þann sem starfsstöðin er, nema fyrir liggi samþykki markaðsstofu viðkomandi landshluta.

Breyta eða bæta við þjónustuflokkum

Til að breyta eða bæta við þjónustuflokkum er farið í flipann "Þjónustuupplýsingar" og þá sjást þjónustuflokkar lengst til hægri. Alla jafna þarf stjórnandi að samþykkja breytingar sem notendur gera á þjónustuflokkum sínum þar sem gæta þarf þess að þeir séu í samræmi við leyfi viðkomandi.

Athugið að merkja aðeins í þá þjónustuflokka sem viðkomandi fyrirtæki/aðili er sjálft að veita eða er í boði á staðnum.

 

Breyta texta og markaðsheitum

Til að breyta texta þá er smellt á "Textalýsing" í bláu stikunni að ofanverðu. Í boði er að hafa bæði texta og markaðsheiti á íslensku og ensku. Til að breyta texta og markaðsheitum, þá er smellt á bláa "breyta" hnappinn fyrir miðju. 

Mikilvægt er að smella á "Breyta efni" neðarlega á síðunni, til að textinn og markaðsheiti vistist. Þegar búið er að vista texta, bæði á íslensku og ensku, þá er smellt á "uppfæra þjónustu" til vinstri á síðunni. Athugið að smella einungis á hann, þegar allar upplýsingar hafa verið uppfærðar.

Hægt er að bæta inn leitarorðum inn í reitina "SEO - Lykilorð", einnig má setja inn leitartexta (sem hægt er að leita eftir) inn í "SEO - Lýsing".

Uppsetning texta:

  • Best er að nota aðeins hreinan texta - þ.e. án allra leturbreytinga.
  • Forðist langlokur. 2-3 málsgreinar er nóg. Tilgangurinn er að leiða viðskiptavininn inn á ykkar eigin vef.

Breyta myndum

Til að breyta myndum þarf að smella á "myndir" í bláu stikunni að ofanverðu. Þar má draga inn myndir úr tölvunni í gráa boxið, eða þá smella á boxið og velja mynd úr tölvunni. 

Ef myndin er ekki í réttum hlutföllum mun gagnagrunnurinn biðja um að láta kroppa myndina. Þá er smellt á "kroppa" hnappinn fyrir neðan myndina. Eftir að hluti af myndinni hefur verið valinn er hægt að smella á "staðfesta" og þá fer myndin inn. 

Ekki þarf að smella á "uppfæra þjónustu, heldur fer myndin inn sjálfkrafa.  

Athugið að á visiticeland.com birtist bara ein mynd (efsta myndin) með skráningunni. Hægt er að breyta röð mynda.

Skrá nýtt fyrirtæki 

Til að skrá nýtt fyrirtæki er smellt á skrá nýja þjónustu uppi til hægri á síðunni. Þá opnast form þar sem fylla má hina ýmsu upplýsingareiti. Til að fá útskýraingar á efni reitanna, eða hvers vegna þörf er á því að fylla inn í þá, má smella á gráa hringinn við hlið reitanna.

Einnig þarf að skrá í hvaða landshluta fyrirtæki er skráð, en það er gert hægra megin í forminu.

Þegar fyrirtæki er nýskráð er hægt að setja það í þjónustuflokka. Mjög mikilvægt er að skrá sig einungis í þá flokka sem fyrirtækið veitir sjálft þjónustu í. Þegar farið er yfir skráninguna er hafnað þeim fyrirtækjum sem skrá sig í þjónustuflokka sem ekki tilheyrir þeirra þjónustusviði, eða ef fyrirtæki hefur ekki viðeigandi leyfi fyrir þeirri þjónustu sem það býður upp á.

Þegar búið að er fylla inn alla reiti og skráningin er klár. Þá er smellt á senda inn þjónustu.

Til að setja inn myndir og texta, þarf fyrst að senda inn þjónustuna, og síðan bæta við myndefni og texta, sjá nánar undir bæta við myndum og texta hér ofar á síðunni.

Skráning verður ekki virk á vefnum fyrr en stjórnandi grunnsins (admin) hefur samþykkt hana.

Hvenær verða breytingar virkar á  vefnum?

Það getur verið mismunandi eftir vefjum hvenær breytingar verða virkar.

  • visiticeland.com: Breytingar verða strax virkar nema þær sem stjórnandi (admin) grunnsins þarf að samþykkja, s.s. breyting á þjónustuflokkum.
  • ferdalag.is: Breytingar uppfærast út á vefinn 2 sinnum á sólarhring.
  • Landshlutavefir: Breytingar uppfærast út á vefinn nokkrum sinnum á sólarhring.