Fara í efni

Nordic Tourism Policy Analysis

Nánari upplýsingar
Titill Nordic Tourism Policy Analysis
Lýsing

 Norðurlönd hafa til mikils að vinna með því að starfa saman á sviði ferðamála. Meðal annars getur borgað sig að eiga samstarf á sviði stafrænnar þróunar, sjálfbærni, nýsköpunar og markaðsmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Norræna ráðherranefndin hefur látið gera.

Uppbygging og skipulag ferðaþjónustunnar í hverju landi fyrir sig er greint og sett fram á aðgengilegan hátt í máli og myndum. Ferðamál eru í miklum forgangi hjá Norrænu ráðherranefndinni og samstarf um ferðamál verður ofarlega á dagskrá þegar atvinnumálaráðherrarnir hittast á Íslandi í júní í ár.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vann greininguna og varpar fram allmörgum tillögum að því hvernig styrkja megi samstarfið. Efni skýrslunnar er ætlað að nýtast í vinnu að norrænni ferðamálaáætlun sem nú stendur yfir og verður kynnt síðar á þessu ári. Í skýrslunni er meðal annars lögð áhersla á að sjálfbær ferðamennska sé svið þar sem traust samstarf skiptir máli og þar sem áskoranir séu svipaðar á öllum Norðurlöndum. Lagt er til að gerð verði norræn áætlun með mælanlegum og metnaðarfullum markmiðum um sjálfbæra ferðamennsku. Auk þess er kallað eftir eftir skýrum markmiðum og forgangsröðun norrænna stjórnmálamanna vegna samstarfs um sjálfbæra ferðamennsku.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Ragnheiður Elín Árnadóttir
Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2019
Útgefandi Norræna ráðherranefndin
Leitarorð norðurlönd, norðurlöndin, norrænt samstarf, noregur, svíþjóð, finnland, norræna ráðherranefndin