Náttúra og hönnun - Hvernig fær náttúran aukinn sess í mannvirkjagerð?
17 ágú
Gróska
17. ágúst kl. 12:30-16:30
Fimmtudaginn 17.ágúst nk. mun FÍLA standa að hálfs dags málþingi sem ber yfirskriftina Náttúra og hönnun - Hvernig fær náttúran aukinn sess í mannvirkjagerð?
FÍLA hefur fengið til sín flotta fyrirlesara frá Norðurlöndunum sem sérhæft sig hafa í málefnum eins og stöðu vistkerfa í byggðu umhverfi, lífsferilsmat í umhverfishönnun og fengið verðlaun fyrir hönnun sem samþættir loftslagslausnir og líffræðilegan fjölbreytileika ásamt því að skapa samfélagslega sterk rými í byggðu umhverfi. Íslenskir fyrirlesarar munu fjalla um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi, hvers þarf að horfa til í hönnun og áætlanagerð er varðar loftslagsbreytingar og einnig verður farið yfir feril þeirra áætlana sem liggja fyrir í Landmannalaugum.