Fara í efni

Hvað finnst Íslendingum um ferðamenn og ferðaþjónustu?

Þriðjudaginn 3. september gangast Ferðamálastofa og Rannsóknarmiðstöð ferðamála fyrir málþingi á Grand Hótel Reykjavík þar sem meðal annars verða kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar um viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu, bæði á landsvísu og eftir einstaka landshlutum. Markmiðið var m.a. að leita eftir vísbendingum um það hvort landsmenn finni fyrir álagi vegna ferðamanna í heimabyggðinni.

Skráningu er lokið en hægt að fylgjast með beinu streymi á slóðinni hér að neðan:

https://fb.me/e/yAduaiKyc

Framhald fyrri rannsókna

Ferðamálastofa fól Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) að hafa umsjón með rannsókninni en um er að ræða framhald rannsókna sem voru framkvæmdar á landsvísu 2014, 2017 og 2019 auk stuttra kannana 2021-2022 sem voru gerðar fyrir Jafnvægisás ferðamála. Þess á milli hafa verið gerðar rannsóknir á nokkrum þéttbýlisstöðum.

Safna samanburðarhæfum gögnum

Rannsóknin, sem er skilgreind í rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2023- 2025, er liður í vöktun á viðhorfum heimamanna og hluti af reglubundinni söfnun hins opinbera á samanburðarhæfum gögnum og greiningu á viðhorfum Íslendinga til ferðaþjónustu og ferðamennsku. Jafnframt tekur rannsóknin mið af þeim opinberu markmiðum að ferðaþjónusta hafi jákvæð áhrif á nærsamfélagið og auki lífsgæði.

Nýtist víða

Verkefnið safnar gögnum fyrir mælikvarða Jafnvægisáss ferðamála og fyrir markmið stjórnvalda um að landsmenn hafi jákvætt viðhorf til ferðaþjónustunnar, auk þess sem gögnin nýtast í alþjóðlegri tölfræði, svo sem við sjálfbærnivísa aðildarlanda Ferðamálaráðs Evrópu (ETC).

Fjögur erindi um ýmsar áskoranir

Auk kynningar á umræddri rannsókn eru á dagskránni fjögur erindi sem öll nálgast viðfangsefni málþingsins frá ólíkum sjónarhornum. Meginþemað eru þær ýmsu áskoranir sem felast í áhrifum ferðaþjónustu á nærsamfélagið og þjóðfélagið í heild.

Dagskrá og skráning

Nauðsynlegt er að skrá sig á málþingið en það verður einnig sent út í beinu streymi á Facebook síðu Ferðamálastofu. Dagskrána í heild má sjá hér að neðan.

Dagskrá

14:00 -14:10  Setning – Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri 

14:10-14:40  

  • Viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu: kynning á niðurstöðum   rannsóknar Ferðamálastofu meðal landsmanna  
    Eyrún Jenný Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá RMF 

14:50– 15:30 

  • Hvernig þróum við áfangastað í sátt við íbúa
      Inga Hlín Pálsdóttir, Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins.   
  • Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu – ávinningur og áskoranir
      Bjarni Guðmundsson, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga 
  • Hafa ferðamenn áhrif á náttúruna
      Inga Dóra Hrólfsdóttir, Umhverfisstofnun 
  • Hverfur íslenskan úr ferðaþjónustunni? Mikilvægi þjóðtungunnar í upplýsingamiðlun
      Eiríkur Rögnvaldsson, fv. prófessor í íslensku

15:30 – 16:00 Umræður með frummælendum  

Umræðustjórar: Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF