Fara í efni

Hvað vitum við um slys í ferðaþjónustu?

Hvenær: 15. janúar kl. 15:00-17:00
Hvar: Hótel Natura, Nauthólsvegur 52
Framkvæmdaaðili: Ferðamálastofa 

Tölfræði rannsóknir og fyrirliggjandi gögn um slys í ferðaþjónustu.

Um er að ræða ráðstefnu á vegum Ferðamálastofu þar sem sjónum er beint að slysum í ferðaþjónustu. Dagskráin er í vinnslu en verður að grunni til tvískipt.

Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur Ferðamálastofu í öryggismálum, mun fjalla um slys í ferðaþjónustu almennt og mögulegar aðgerðir til útbóta. Öryggismál eru meðal áhersluatriða í ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030. Í tengslum við hana skipaði menningar- og viðskiptaráðuneytið starfshóp um öryggismál í ferðaþjónustu. Ferðamálastofa hefur umsjón með verkefninu og ber ábyrgð á framkvæmd og framvindu þess. Meginforsenda vinnu starfshópsins er aðgerð E.7 sem fjallar um bætt öryggi ferðamanna en markmið aðgerðarinnar er að tryggja öryggi ferðamanna um land allt, eins og kostur er, hvort sem um er að ræða á fjölsóttum áfangastöðum eða á ferð um landið almennt. Starfshópurinn hefur það að meginhlutverki koma með tillögur að úrbótum á sviði öryggismála í ferðaþjónustu, tryggja samráð á milli hlutaðeigandi ráðuneyta, stofnana og atvinnugreinarinnar, auk þess að stuðla að framgangi verkefna sem hafa það að markmiði að bæta öryggi ferðamanna þvert á hið opinbera og atvinnulíf.

Hinn hluti ráðstefnunnar fjallar um hvaða gögn eru til um slys tengd ferðaþjónustu en í dag er engin samræmd slysaskráning sérstaklega fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Oddný Þóra Óladóttir, sérfræðingur á rannsóknarsviði Ferðamálastofu, mun fjalla um skráningu slysa sem eiga sér stað meðal ferðamanna í íslenskri náttúru. Hún mun einnig deila dæmum úr fréttum fjölmiðla sem varpa ljósi á þetta mikilvæga málefni.

Í lok ráðstefnu verður Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri með hugvekju og deginum lýkur með veitingum í boði Ferðamálastofu.

Skráning á ráðstefnuna - Ekkert skráningargjald

Aftur í dagskrá Feraðaþjónustuviku 2025