66 milljónir króna til markaðssetningar innanlands
Lokið hefur verið við að fara yfir umsóknir um samstarfsverkefni Ferðamálaráðs um auglýsingar á íslenskri ferðaþjónustu. Umsóknir voru 53 talsins.
Í boði voru 15 samstarfsverkefni þar sem framlag Ferðamálaráðs var 0,5 milljónir króna í hvert verkefni og 10 samstarfsverkefni þar sem framlag Ferðamálaráðs var 1,0 milljón í hvert verkefni, þ.e. samtals 17,5 milljónir króna. Skilyrði var að samstarfsaðilar legðu fram a.m.k. jafnt á við Ferðamálaráð og nutu þeir forgangs sem að öðru jöfnu voru reiðubúnir að leggja fram meira fé.
Ákveðið hefur verið að ganga til samstarfs við 26 umsækjendur og er mótframlag þeirra alls 48,5 milljónir króna. Að viðbættum 17,5 milljónum króna frá Ferðamálaráði er heildarupphæðin sem fer til markaðssetningar innanlands í tengslum við þessi verkefni því 66 milljónir króna.
Samstarfsaðilar um 0,5 milljóna kr. framlag frá Ferðamálaráði:
Safnasvæðið Akranesi
Hafnarfjarðarbær, skrifstofa ferðamála
Skagafjörður sveitarfélag
Ævintýraferðir-Hestasport Skagafirði
Flughótel
Hótel Klaustur
Hótel Flúðir
Ferðamálaf. Austur skaftafellss.
Hótel Rangá
Atvinnuráðgjöf sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Akraneskaupstaður
Hótel Brimnes Ólafsfirði
Ísafjarðarbær og samstarfsaðilar
Markaðsráð Húsavíkur
Hafnarfjarðarbær, skrifstofa ferðamála
Samstarfsaðilar um 1,0 milljón kr. framlag frá Ferðamálaráði:
Bláa Lónið
Hópbílar
Markaðsstofa Norðurlands
Höfuðborgarstofa
Akureyrarbær
Flugfélag Íslands
KEA hótel
Sæferðir
Markaðsstofa Austurlands
Landsmót Hestamanna
Borgfirðingahátíð