Aðgangur að eldstöðvunum lokaður vegna gríðarlegrar gasmengunnar
10. júlí kl. 21:30:
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur, í samráði við vísindamenn og sóttvarnalækni, tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem er lífshættuleg. Næstu klukkustundir er líklegt að mikil gasmengun verði og byggist upp sökum hægviðris. Fólk sem þegar hefur lagt af stað, eða er komið að eldstöðvunum er beðið að snúa þegar við. (Sjá hættukort að neðan)
Unnið er að því að auðvelda aðgengi að eldstöðvunum þegar dregið hefur úr gasmengun.
Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að sýna ábyrgð og skipuleggja ekki undir neinum kringumstæðum ferðir að gosinu fyrr en svæðið hefur verið opnað.
Á visitreykjanes.is er haldið utan um allar lykilupplýsingar á einum stað
Fylgist einnig með á vef Ríkislögreglustjóra og Safe Travel