Áfangastaðaáætlanir á Norðurlandi - Stöðuskýrsla
Nýverið kom út stöðuskýrsla vegna áfangastaðaáætlana, eða DMP-verkefnisins, sem Markaðsstofa Norðurlands vinnur að, ásamt Ferðamálastofu, Selasetrinu á Hvammstanga og Þekkingarneti Þingeyinga. Í skýrslunni er farið yfir þá vinnu sem nú þegar er lokið, farið er yfir hvað er framundan í verkefninu og hverjar áherslur þess verða.
15 verkefni valin
Búið er að velja 15 verkefni sem teljast til forgangsverkefna í ferðaþjónustu á Norðurlandi, en tilgangurinn verkefnisins er einmitt sá að kortleggja ferðaþjónustuna og stöðu hennar. Alls bárust hugmyndir að 68 verkefnum.
Framtíðarsýn Norðurlands
Í skýrslunni kemur einnig fram hver framtíðarsýn Norðurlands er, en bæði hún og val á forgangsverkefnum er afrakstur svæðisfunda sem haldnir voru síðasta haust vegna DMP. Fundirnir voru vel sóttir og þakkar Markaðsstofa Norðurlands þátttakendum kærlega fyrir þeirra framlag.