Áhugaverðar niðurstöður í tekjukönnun SAF fyrir ágúst
Samtök Ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður úr tekjukönnun sinni fyrir ágústmánuð sl. ásamt öðrum ársþriðjungi 2003. Tekjukönnunin er framkvæmd meðal hótel innan SAF og byggir á upplýsingum um nettó gistitekjur, þ.e. án morgunverðar og virðisaukaskatts, og fjölda seldra herbergja.
Fjölgun ferðamanna skilar sér
Sem kunnugt er var sl. ágústmánuður einn besti mánuður í sögu ferðaþjónustu hérlendis hvað varðar fjölda farþega til landsins enda tókst að halda sæmilegri nýtingu gistirýmis þrátt fyrir verulega aukið framboð á milli ára. Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF, bendir á að nýtingin í Reykjavík er til að mynda nánast sú sama og í fyrra þótt herbergjum á svæðinu hafi fjölgað umtalsvert. Þá hefur verð einnig hækkað verulega á milli ára. Meðalnýting á landsbyggðinni lækkar aðeins og vegur þar væntanlega þungt verulega aukið framboð gistirýmis á Akureyri. Séu Akureyri og Keflavík þannig teknar út úr tölum fyrir landsbyggðina batnar nýtingin frá því í fyrra og verðið hækkar. Sá mikli straumur ferðamanna sem var til landsins í ágúst er því greinilega að skila sér um allt land, að mati Þorleifs. Hér að neðan má sjá tölur fyrir ágústmánuð sl. og nokkur ár aftur í tímann.
Reykjavík
Meðalnýting 89,76%. Meðalverð kr. 10.649. Tekjur á framboðið herbergi kr. 296.312.
Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:
1996 90,69% Kr. 8.820
1997 84,58% Kr. 7.902
1998 85,36% Kr. 7.822
1999 93,00%. Kr. 7.926. Tekjur á framboðið herbergi kr. 228.658
2000 91,27%. Kr. 8.910. Tekjur á framboðið herbergi kr. 252.084.
2001 88,83%. Kr. 9.628. Tekjur á framboðið herbergi kr. 265.128.
2002 90,08%. Kr. 9.817. Tekjur á framboðið herbergi kr. 274.272.
Landsbyggðin
Meðalnýting 76,02%. Meðalverð kr. 9.104. Tekjur á framboðið herbergi kr. 214.632.
Til samanburðar koma fyrri ár:
1996 76,47% Kr. 5.963
1997 77,30% Kr. 5.438
1998 83,11% Kr. 5.607
1999 79,00% Kr. 6.883 Tekjur á framboðið herbergi kr. 168.042.
2000 74,59% Kr. 8.080 Tekjur á framboðið herbergi kr. 186.841.
2001 77,34% Kr. 8.412 Tekjur á framboðið herbergi kr. 201.682.
Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Meðalnýting 72,34%. Meðalverð kr. 8.486. Tekjur á framboðið herbergi kr. 190.294.
Til samburðar koma fyrri ár:
1996 76,16% Kr. 5.478
1997 72,79% Kr. 5.584
1998 79,04% Kr. 5.627
1999 78,00% Kr. 6.669. Tekjur á framboðið herbergi kr. 161.399
2000 71,44% Kr. 7.162. Tekjur á framboðið herbergi kr. 158.611.
2001 73,90% Kr. 7.609. Tekjur á framboðið herbergi kr. 174.321.
2002 70,59%. Meðalverð kr. 7.911. Tekjur á framboðið herbergi kr. 173.124.
Annar ársþriðjungur 2003
Í töflunni hér að neðan eru teknar saman niðurstöður annars ársþriðjungs 2003, þ.e. maí til og með ágúst, og þær bornar saman við undangengin ár. Hér segir Þorleifur skemmtilegt að sjá að meðalverð í Reykjavík í þessum ársþriðjungi haldast yfir 10.000 kr annað árið í röð. Sé það ánægjulegt fyrir þá sem standa í hótelrekstrinum og vonandi fyrirheit á bætta afkomu, því ekki muni af veita. "Góður ágúst dugir þó ekki til að bæta fyrir slaka maí- og júnímánuði. En vonandi verður september sterkur eins og öll teikn eru á lofti um," segir Þorleifur.
1996 | 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | |
Reykjavík | ||||||||
Meðalverð | 8.585 | 7.421 | 7.497 | 7.600 | 8.748 | 9.361 | 10.076 | 10.184 |
Meðalnýting | 83,1% | 81,4% | 80,4% | 86,0% | 87,9% | 83,5% | 85,1% | 78,4% |
Landsbyggð | ||||||||
Meðalverð | 5.626 | 5.718 | 5.551 | 6.343 | 7.452 | 8.049 | 8.816 | 8.817 |
Meðalnýting | 61,3% | 69,7% | 69,0% | 63,0% | 63,9% | 66,3% | 68,6% | 65,2% |
Landsbyggð -AEY/KEF | ||||||||
Meðalverð | 5.235 | 5.288 | 5.244 | 6.189 | 6.837 | 6.933 | 7.752 | 8.501 |
Meðalnýting | 65,4% | 67,3% | 66,4% | 62,0% | 59,6% | 60,4% | 60,8% | 59,4% |