Kynning álagsmats vegna fjölda ferðamanna á Íslandi
Stjórnstöð ferðamála hélt í dag kynningarfund í Hörpu um álagsmat efnahags, umhverfis og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi. Um var að ræða kynningu á niðurstöðum úr 1. áfanga og markmið og skipulag 2. áfanga. Efni og upptökur frá fundinum má nálgast hér að neðan.
Vinna við 1. áfanga
Fyrri áfanginn hófst haustið 2017 en áhersla var lögð á að vinna að uppsetningu verkefnisins í samráði við ráðgjafa, sérfræðinga og hagsmunaaðila. Vorið 2018 voru skipaðir fjórir vinnuhópar til að auka innsýn í einstök fagsvið sem tengjast ferðaþjónustu og auka samráð við ráðuneyti, stofnanir, fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila, ásamt því að styrkja tengsl ólíkra aðila við vinnu þessa verkefnis. Áður en vinnuhóparnir komu að verkefninu vann EFLA verkfræðistofa og ráðgjafafyrirtækin Tourism, Recreation, Conservation (TRC) frá Nýja Sjálandi og Recreation and Tourism Science (RTS) frá Bandaríkjunum, drög að sjáflbærnivísum. Hlutverk vinnuhópanna var að taka vinnu EFLU, TRC og RTS til umfjöllunar, rýna tillögur að sjálfbærnivísum og gefa yfirlit yfir aðgengileg gögn sem gætu nýst við gildissetningu vísanna.
Niðurstöður í áfangskýrsu
Fjallað er um afrakstur þessarar vinnu í Áfangaskýrslu 1: Þróun vísa fyrir álagsmat en með útgáfu hennar er fyrri áfanga þessa verkefnis lokið.
Hvað verður gert í seinni áfanga
Í seinni áfanga verkefnisins verður sjálft álagsmatið framkvæmt þar sem sjálfbærnivísarnir sem kynntir eru í skýrslunni verða gildissettir. Lokatakmarkið er að hægt sé að gera greiningu á helstu áhrifaþáttum og álagspunktum til að öðlast skýra mynd af því hvort flöskuhálsar hafi myndast eða kunni að myndast í framtíðinni og hvenær sjálfbært jafnvægisástand ríki. Þetta álagsmat mun nýtast við mótun framtíðarstefnu Íslands sem áfangastaðar.
Efni og upptökur frá fundinum
Kynningar frá fundinum og upptöku má nálgast hér að neðan
- Kynning á verkefni - Ólafur Árnason frá EFLU verkfræðistofu - Erindi sem PDF
- Erlendir ráðgjafar verkefnis
- Ray Salter frá Tourism, Recreation, Conservation frá Nýja Sjálandi - Erindi sem PDF
- Nathan Reigner frá Recreation and Tourism Science frá Bandaríkjunum - Erindi sem PDF
Hægt er að horfa á upptöku frá fundinum á Facebook-síðu Ferðamálastofu eða glugganum hér að neðan.
Athugið að nauðsynlegt getur verið að hægrismella á myndbandið og velja "unmute" til að fá hljóð.