Árleg skil ferðaskrifstofa standa yfir – Frestur til 1. apríl

Ferðamálastofa minnir ferðaskrifstofur á að frestur til að skila gögnum vegna árlegs endurmats tryggingafjárhæða fyrir árið 2025 rennur út þann 1. apríl næstkomandi.
Vefgátt og leiðbeiningar
Skilin fara fram í gegnum vefgátt Ferðamálastofu en slóð á vefgáttina ásamt leiðbeininum vegna árlegra skila má finna hér á vefnum.
Veljið rétt skilaár
Áríðandi er að velja rétt skilaár fyrir skráningu á veltu, þ.e. rauntölur ársins 2024 og áætlaða veltu 2025.
Valmöguleikinn "Skrá skil næsta árs" á við skil ársins 2026. Þ.e. með því er hægt er að skrá rauntölur ársins 2025 jafnóðum yfir árið og jafnframt er hægt að skrá áætlaða veltu ársins 2026.
Staðfesta þarf skil eftir að umsýslugjald er greitt
Hluti af endurmatsferlinu er greiðsla umsýslugjald vegna skilanna. Að gefnu tilefni bendir Ferðamálastofa á að það er ekki lokaskrefið í skilunum, þ.e. gögnum er ekki skilað sjálfkrafa við greiðslu umsýslugjalds. Að greiðslu lokinni þarf að halda áfram og staðfesta skilin til að gögnin berist til Ferðamálastofu.