Átak til atvinnusköpunar - auglýst eftir styrkjum
27.08.2012
Átak til atvinnusköpunar
Iðnaðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Þar eru veittir styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins.
Umsóknarfrestur haustið 2012 er 20. september.
Markmið verkefnisins:
- Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta
- Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og sprotafyrirtækjum
Nánar á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands