Auglýst eftir húsnæði á Akureyri fyrir starfsemi Ferðamálastofu
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir f.h. ríkissjóðs hafa auglýst eftir að taka á leigu húsnæði á Akureyri fyrir starfsemi Ferðamálastofu. Fyrr á árinu voru 30 ár frá opnun skrifstofu stofnunarinnar í bænum og hefur hluti starfseminnar síðan verið þar.
Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 5-10 ára. Húsrýmisþörf er áætluð 180 – 240 fermetrar og m.a. miðað við almennar starfsstöðvar fyrir 12 manns. Fram kemur að við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærðar húsnæðis og skipulags þess út frá fyrirhugaðri nýtingu, öryggi, afhendingartíma, staðsetningu og aðkomu. Tekið er fram að ekki um útboð að ræða, heldur auglýsingu eftir húsnæði til leigu. Því verður ekki haldinn opnunarfundur og aðeins upplýst um þá aðila sem skiluðu inn tilboði.
Nánari upplýsingar
Frekari gögn, m.a. húslýsingu og viðmið fyrir vinnuumhverfi, má nálgast á www.utbosvefur.is.
Fyrirspurnir og skil tilboða
- Fyrirspurnir varðandi verkefnið, skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is.
- Fyrirspurnarfrestur rennur út 10.desember 2024 en svarfrestur er til og með 13.desember 2024.
- Leigutilboð skal senda á leiguhusnaedi@fsre.is, eigi síðar en kl. 13:00, 17.desember .
- Merkja skal tilboðin; nr. 6161005 – Ferðamálastofa – Leiguhúsnæði