Fara í efni

Bretar aldrei fleiri í janúar

talning
talning

Tæplega 19 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í janúarmánuði síðastliðnum, 1200 færri en í janúar árið 2009. Erlendum gestum í janúar fækkaði því um 6% milli ára. Fleiri Íslendingar fóru hins vegar utan í janúar í ár en í fyrra eða 7,4% , voru 18.500 árið 2009 en tæplega 20 þúsund í nýliðnum mánuði.

Ef litið er til helstu markaðssvæða má sjá að Bretum fjölgar um tæp 12 prósent og hafa þeir aldrei verið fleiri í janúarmánuði. Í heild er fækkun frá öðrum markaðssvæðum þótt fjölgun sé frá einstökum löndum, t.d. Hollandi og Kanada og Kína.

Þó svo janúar sé einn af þremur minnstu ferðamannamánuðum ársins hefur orðið umtalsverð aukning á erlendum gestum í janúar á því tímabili sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum. Þannig hefur erlendum gestum fjölgað um 48% í janúar frá árinu 2003 til ársins 2010. Árleg meðalaukning á tímabilinu hefur verið 7,1%. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir gesta frá landinu um Leifsstöð.

Skiptingu milli landa í janúar má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Janúar eftir þjóðernum    
      Breyting milli ára
  2009 2010 Fjöldi (%)
Bandaríkin 2.386 2.077 -309 -13,0
Bretland 3.865 4.312 447 11,6
Danmörk 1.910 1.232 -678 -35,5
Finnland 316 275 -41 -13,0
Frakkland 914 796 -118 -12,9
Holland 559 669 110 19,7
Ítalía 266 252 -14 -5,3
Japan 971 767 -204 -21,0
Kanada 191 241 50 26,2
Kína 150 226 76 50,7
Noregur 1.431 1.489 58 4,1
Pólland 686 503 -183 -26,7
Spánn 221 201 -20 -9,0
Sviss 268 229 -39 -14,6
Svíþjóð 1.440 1.525 85 5,9
Þýskaland 1.482 1.374 -108 -7,3
Annað 2.929 2.614 -315 -10,8
Samtals 19.985 18.782 -1.203 -6,0
         
Janúar eftir markaðssvæðum        
      Breyting milli ára
  2009 2010 Fjöldi (%)
Norðurlönd 5.097 4.521 -576