Endurnýjuð vottun Hidden Iceland og gull í umhverfishlutanum
Rut Hafliðadóttir hjá vottunarstofunni iCert
Hidden Iceland er meðal fyrirtækja sem hefur hlotið gæða- og umhverfisvottun Vakans. Það endurnýjaði á dögunum vottun sína og er með gullmerki í umhverfishlutanum.
Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum. Í samfélagsstefnu Hidden Iceland má lesa um þær áherslur sem fyrirtækið hefur á umhverfismál og samfélagsábyrgð. Fyrirtækið tekur ábyrgð sína alvarlega og leitast stöðugt við að bæta starfshætti sína með sjálfbærni að leiðarljósi. Með gullvottun í umhverfishluta hefur fyrirtækið sýnt fram á að það uppfyllir ströngustu umhverfisstaðla og leggur sitt af mörkum til að vernda náttúru Íslands.
"Við erum afar stolt af vottuninni," segir Dagný Björg Stefánsdóttir hjá Hidden Iceland. "Þetta er staðfesting á því að við erum á réttri leið varðandi það að að gera allt sem við getum til að vernda umhverfið og tryggja að ferðamenn okkar fái einstaka upplifun án þess að ganga á náttúruauðlindir Íslands."
Ferðamálastofa óskar eigendum og starfsfólki til hamingju með glæsilegan árangur.