Fara í efni

Endurnýjuð vottun Hidden Iceland og gull í umhverfishlutanum

Dagný Björg Stefánsdóttir hjá Hidden Iceland og Harpa 
Rut Hafliðadóttir hjá vottunarstofunni iCert
Dagný Björg Stefánsdóttir hjá Hidden Iceland og Harpa
Rut Hafliðadóttir hjá vottunarstofunni iCert

Hidden Iceland er meðal fyrirtækja sem hefur hlotið gæða- og umhverfisvottun Vakans. Það endurnýjaði á dögunum vottun sína og er með gullmerki í umhverfishlutanum.

Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum. Í samfélagsstefnu Hidden Iceland má lesa um þær áherslur sem fyrirtækið hefur á umhverfismál og samfélagsábyrgð. Fyrirtækið tekur ábyrgð sína alvarlega og leitast stöðugt við að bæta starfshætti sína með sjálfbærni að leiðarljósi. Með gullvottun í umhverfishluta hefur fyrirtækið sýnt fram á að það uppfyllir ströngustu umhverfisstaðla og leggur sitt af mörkum til að vernda náttúru Íslands.

"Við erum afar stolt af vottuninni," segir Dagný Björg Stefánsdóttir hjá Hidden Iceland. "Þetta er staðfesting á því að við erum á réttri leið varðandi það að að gera allt sem við getum til að vernda umhverfið og tryggja að ferðamenn okkar fái einstaka upplifun án þess að ganga á náttúruauðlindir Íslands."

Ferðamálastofa óskar eigendum og starfsfólki til hamingju með glæsilegan árangur.