Ferðaárið 2012 lofar góðu
Tæplega 28 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum febrúarmánuði eða fimm þúsund fleiri en í febrúar 2011.
Að jafnaði 9,4% fölgun milli ára
Aukning ferðamanna á milli ára í febrúar nú er því 22,1%. Ferðamenn eru nú ríflega helmingi fleiri en árið 2003 og á því níu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum í Leifsstöð hefur aukningin milli ára í febrúarmánuði verið að jafnaði 9,4%.
Bretar langfjölmennastir í febrúar
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í febrúar frá Bretlandi eða 37,7% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 13,9% af heildarfjölda, síðan komu Norðmenn (7,0%), Danir (5,5%), Frakkar (4,8%), Þjóðverjar (3,9%), Japanir (3,9%), Svíar (3,7%) og Hollendingar (3,7%). Samtals eru þessar níu þjóðir 84,1% af heildarfjölda ferðamanna í febrúar.
Ríflega þrjú þúsund fleiri Bretar
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá Bretlandi milli ára eða um tæp 50%. Aukning frá N-Ameríku er ennfremur umtalsverð eða 28,4% og sama má segja um lönd sem flokkuð eru undir ,,Annað” eða 20,0%. Norðurlandabúar standa hins vegar í stað og lítilsháttar fækkun er frá Mið-og S-Evrópu.
Þróunin frá áramótum
Frá áramótum hafa 54 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er tæplega 20 prósenta aukning frá árinu áður. Um 51% aukning hefur verið í brottförum Breta, tæplega þriðjungsaukning (29,7%) í brottförum N-Ameríkana og tæplega fjórðungsaukning í brottförum frá löndum sem flokkast undir ,,Annað”. Brottförum Norðurlandabúa og þeirra sem koma frá Mið- og S-Evrópu hefur hins vegar fækkað lítils háttar.
Utanferðir Íslendinga
Aðeins fleiri Íslendingar eða tæplega 1700 talsins fóru utan í febrúar í ár en í fyrra. Í ár fóru 21.242 Íslendingar utan en 19 þúsund árið áður. Aukningin nemur 8,3% á milli ára. Frá áramótum hafa tæplega 45 þúsund Íslendingar farið utan, 2.250 fleiri en á sama tímabili árið 2011 þegar um 42 þúsund Íslendingar fóru utan. Aukningin nemur 5,3% milli ára.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.
Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Feðamannatalningar hér á vefnum.
-Nánari upplýsingar gefur Oddný Þóra Óladóttir rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is
BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ | ||||||||||
Febrúar eftir þjóðernum | Janúar - febrúar eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | 2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 2.900 | 3.879 | 979 | 33,8 | Bandaríkin | 5.809 | 7.793 | 1.984 | 34,2 | |
Bretland | 7.033 | 10.522 | 3.489 | 49,6 | Bretland | 11.559 | 17.478 | 5.919 | 51,2 | |
Danmörk | 1.472 | 1.525 | 53 | 3,6 | Danmörk | 3.097 | 3.240 | 143 | 4,6 | |
Finnland | 228 | 238 | 10 | 4,4 | Finnland | 671 | 654 | -17 | -2,5 | |
Frakkland | 1.268 | 1.336 | 68 | 5,4 | Frakkland | 2.719 | 2.723 | 4 | 0,1 | |
Holland | 969 | 1.021 | 52 | 5,4 | Holland | 1.667 | 1.743 | 76 | 4,6 | |
Ítalía | 216 | 208 | -8 | -3,7 | Ítalía | 517 | 457 | -60 | -11,6 | |
Japan | 712 | 1.078 | 366 | 51,4 | Japan | 1.547 | 2.154 | 607 | 39,2 | |
Kanada | 343 | 284 | -59 | -17,2 | Kanada | 695 | 645 | -50 | -7,2 | |
Kína | 217 | 343 | 126 | 58,1 | Kína | 400 | 792 | 392 | 98,0 | |
Noregur | 1.799 | 1.949 | 150 | 8,3 | Noregur | 3.305 | 3.667 | 362 | 11,0 | |