Fara í efni

Ferðaárið 2012 lofar góðu

tafla feb 3
tafla feb 3

Tæplega 28 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum febrúarmánuði eða fimm þúsund fleiri en í febrúar 2011.

Að jafnaði 9,4% fölgun milli ára
Aukning ferðamanna á milli ára í febrúar nú er því 22,1%. Ferðamenn eru nú ríflega helmingi fleiri en árið 2003 og á því níu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum í Leifsstöð hefur aukningin milli ára í febrúarmánuði verið að jafnaði 9,4%.

Bretar langfjölmennastir í febrúar
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í febrúar frá Bretlandi eða 37,7% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 13,9% af heildarfjölda, síðan komu Norðmenn (7,0%), Danir (5,5%), Frakkar (4,8%), Þjóðverjar (3,9%), Japanir (3,9%),  Svíar (3,7%) og Hollendingar (3,7%). Samtals eru þessar níu þjóðir 84,1% af heildarfjölda ferðamanna í febrúar.

Ríflega þrjú þúsund fleiri Bretar
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá Bretlandi milli ára eða um tæp 50%. Aukning frá N-Ameríku er ennfremur umtalsverð eða 28,4% og sama má segja um lönd sem flokkuð eru undir ,,Annað” eða 20,0%. Norðurlandabúar standa hins vegar í stað og lítilsháttar fækkun er frá Mið-og S-Evrópu.

Þróunin frá áramótum
Frá áramótum hafa 54 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er tæplega 20 prósenta aukning frá árinu áður. Um 51% aukning hefur verið í brottförum Breta, tæplega þriðjungsaukning (29,7%) í brottförum N-Ameríkana og tæplega fjórðungsaukning í brottförum frá löndum sem flokkast undir ,,Annað”.  Brottförum Norðurlandabúa og þeirra sem koma frá Mið- og S-Evrópu hefur hins vegar fækkað lítils háttar.

Utanferðir Íslendinga
Aðeins fleiri Íslendingar eða tæplega 1700 talsins fóru utan í febrúar í ár en í fyrra. Í ár fóru 21.242 Íslendingar utan en 19 þúsund árið áður. Aukningin nemur 8,3% á milli ára. Frá áramótum hafa tæplega 45 þúsund Íslendingar farið utan, 2.250 fleiri en á sama tímabili árið 2011 þegar um 42 þúsund Íslendingar fóru utan. Aukningin nemur 5,3% milli ára.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.

Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Feðamannatalningar  hér á vefnum. 

-Nánari upplýsingar gefur Oddný Þóra Óladóttir rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is

BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ
Febrúar eftir þjóðernum Janúar - febrúar eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%)
Bandaríkin 2.900 3.879 979 33,8   Bandaríkin 5.809 7.793 1.984 34,2
Bretland 7.033 10.522 3.489 49,6   Bretland 11.559 17.478 5.919 51,2
Danmörk 1.472 1.525 53 3,6   Danmörk 3.097 3.240 143 4,6
Finnland 228 238 10 4,4   Finnland 671 654 -17 -2,5
Frakkland 1.268 1.336 68 5,4   Frakkland 2.719 2.723 4 0,1
Holland 969 1.021 52 5,4   Holland 1.667 1.743 76 4,6
Ítalía 216 208 -8 -3,7   Ítalía 517 457 -60 -11,6
Japan 712 1.078 366 51,4   Japan 1.547 2.154 607 39,2
Kanada 343 284 -59 -17,2   Kanada 695 645 -50 -7,2
Kína 217 343 126 58,1   Kína 400 792 392 98,0
Noregur 1.799 1.949 150 8,3   Noregur 3.305 3.667 362 11,0