Fara í efni

Ferðamenn í nóvember

Talningar nóv
Talningar nóv

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 22.969 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði eða um 1700 fleiri en í nóvember á síðasta ári. Nóvembermánuður í ár er sá þriðji fjölmennasti frá því talningar hófust. 

Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá því í fyrra frá N-Ameríku (41,7%) og Bretlandi (20,4%). Ferðamenn frá Mið- og Suður Evrópu standa hins vegar í stað, Norðurlandabúum fækkar (-9,1%) og ferðamönnum frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir "Annað" fjölgar lítilháttar (3,4%).

Tveir af hverjum fimm frá Bretlandi og Bandaríkjunum
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í nóvember frá Bretlandi (22,2%) og Bandaríkjunum (17,9%). Ferðamenn frá Noregi (9,1%), Svíþjóð (7,7%), Danmörku (6,9%) Þýskalandi (4,9%) og Frakklandi (4,3%) fylgdu þar á eftir.

Ferðamenn frá áramótum
Alls hafa 519.865 erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er árinu, en á sama tímabili í fyrra höfðu 440.445 ferðamenn farið frá landinu. Um er að ræða 18% fjölgun milli ára. Fjölgun hefur verið frá öllum mörkuðum, þó allra mest frá N-Ameríku (49,1%).

Ferðir Íslendinga utan
Alls fóru 26.084 Íslendingar utan í nóvembermánuði í ár en í fyrra fór 24.581. Frá áramótum hafa 318.438 Íslendingar farið utan eða 44.959 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 16,4% milli ára.
Nánari niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu má sjá í töflum hér að neðan.

 

BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ
Nóvember eftir þjóðernum Janúar - nóvember eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%)
Bandaríkin 2.806 4.108 1.302 46,4   Bandaríkin 48.912 74.829 25.917 53,0
Bretland 4.229 5.090 861 20,4   Bretland 56.574 62.774 6.200 11,0
Danmörk 1.720 1.574 -146 -8,5   Danmörk 36.584 39.389 2.805 7,7
Finnland 618 383 -235 -38,0   Finnland 10.506 11.563 1.057 10,1
Frakkland 844 993 149 17,7   Frakkland 28.449 35.135 6.686 23,5
Holland 891 751 -140 -15,7   Holland 16.668 19.460 2.792 16,8
Ítalía 260 323 63 24,2   Ítalía 9.452 12.141 2.689 28,4
Japan 393 526 133 33,8   Japan 5.060 6.204 1.144 22,6
Kanada 339 349 10 2,9   Kanada 13.086 17.619 4.533 34,6
Kína 297 373 76 25,6   Kína 4.888 8.091 3.203 65,5
Noregur 2.189 2.099 -90 -4,1   Noregur 34.527 40.507 5.980 17,3
Pólland 522 492 -30 -5,7   Pólland 11.726 12.836 1.110 9,5