Ferðamenn í nóvember
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 22.969 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði eða um 1700 fleiri en í nóvember á síðasta ári. Nóvembermánuður í ár er sá þriðji fjölmennasti frá því talningar hófust.
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá því í fyrra frá N-Ameríku (41,7%) og Bretlandi (20,4%). Ferðamenn frá Mið- og Suður Evrópu standa hins vegar í stað, Norðurlandabúum fækkar (-9,1%) og ferðamönnum frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir "Annað" fjölgar lítilháttar (3,4%).
Tveir af hverjum fimm frá Bretlandi og Bandaríkjunum
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í nóvember frá Bretlandi (22,2%) og Bandaríkjunum (17,9%). Ferðamenn frá Noregi (9,1%), Svíþjóð (7,7%), Danmörku (6,9%) Þýskalandi (4,9%) og Frakklandi (4,3%) fylgdu þar á eftir.
Ferðamenn frá áramótum
Alls hafa 519.865 erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er árinu, en á sama tímabili í fyrra höfðu 440.445 ferðamenn farið frá landinu. Um er að ræða 18% fjölgun milli ára. Fjölgun hefur verið frá öllum mörkuðum, þó allra mest frá N-Ameríku (49,1%).
Ferðir Íslendinga utan
Alls fóru 26.084 Íslendingar utan í nóvembermánuði í ár en í fyrra fór 24.581. Frá áramótum hafa 318.438 Íslendingar farið utan eða 44.959 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 16,4% milli ára.
Nánari niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu má sjá í töflum hér að neðan.
BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ | ||||||||||
Nóvember eftir þjóðernum | Janúar - nóvember eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | 2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 2.806 | 4.108 | 1.302 | 46,4 | Bandaríkin | 48.912 | 74.829 | 25.917 | 53,0 | |
Bretland | 4.229 | 5.090 | 861 | 20,4 | Bretland | 56.574 | 62.774 | 6.200 | 11,0 | |
Danmörk | 1.720 | 1.574 | -146 | -8,5 | Danmörk | 36.584 | 39.389 | 2.805 | 7,7 | |
Finnland | 618 | 383 | -235 | -38,0 | Finnland | 10.506 | 11.563 | 1.057 | 10,1 | |
Frakkland | 844 | 993 | 149 | 17,7 | Frakkland | 28.449 | 35.135 | 6.686 | 23,5 | |
Holland | 891 | 751 | -140 | -15,7 | Holland | 16.668 | 19.460 | 2.792 | 16,8 | |
Ítalía | 260 | 323 | 63 | 24,2 | Ítalía | 9.452 | 12.141 | 2.689 | 28,4 | |
Japan | 393 | 526 | 133 | 33,8 | Japan | 5.060 | 6.204 | 1.144 | 22,6 | |
Kanada | 339 | 349 | 10 | 2,9 | Kanada | 13.086 | 17.619 | 4.533 | 34,6 | |
Kína | 297 | 373 | 76 | 25,6 | Kína | 4.888 | 8.091 | 3.203 | 65,5 | |
Noregur | 2.189 | 2.099 | -90 | -4,1 | Noregur | 34.527 | 40.507 | 5.980 | 17,3 | |
Pólland | 522 | 492 | -30 | -5,7 | Pólland | 11.726 | 12.836 | 1.110 | 9,5 |