Fara í efni

Fróðlegar tölur frá SAF

Fjölgun ferðamanna í janúar
Fjölgun ferðamanna í janúar

Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, hafa gefið út niðurstöður úr tekjukönnun meðal hótela fyrir desembermánuð síðastliðinn. Tölunum fylgja einnig ársyfirlit og yfirlit um þróun meðalherbergjaverðs í samanburði við þróun lánskjara- og launavísitölu.
Tekjukönnunin byggir á upplýsingum frá samtals 20 hótelum innan SAF, þ.e. 10 hótelum í Reykjavík með samtals 1.079 herbergjum og öðrum 10 á landsbyggðinni með samtals 603 herbergjum.

Endurbætur á Hótel Esju hafa áhrif
Meðalnýting í Reykjavík í desember var 41,02% og meðalverð 5.791 krónur. Tekjur á framboðið herbergi voru 73.824 krónur.
Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:
1996 42,33% Kr. 2.504
1997 31,59% Kr. 3.728
1998 38,65% Kr. 3.347
1999 38,71% Kr. 4.917. Tekjur á framboðið herbergi kr. 59.010.
2000 39,11% Kr. 5.090. Tekjur á framboðið herbergi kr. 61.704.
2001 39,81% Kr. 5.349. Tekjur á framboðið herbergi kr. 66.003.
Enn þarf að ítreka að bætta nýtingu má rekja til þess að Hótel Esja er ekki reiknuð með í framboðinu og deilitalan því lægri. Raunnýting var um 15,4% lægri miðað við seld herbergi. Þeim fækkaði úr 13.352 í 11.293 og tekjur lækkuðu úr 71 milljón króna í 65 milljónir, eða um 8,2%

Landsbyggðin
Meðalnýting hjá þessum 10 hótelum á landsbyggðinni var 10,26% í desember. Meðalverð var 7.358 krónur og tekjur á framboðið herbergi 23.399 krónur.
Til samanburðar koma fyrri ár:
1996 11,13% Kr. 3.160
1997 10,56% Kr. 2.814
1998 15,31% Kr. 4.178
1999 12,07% Kr. 4.627 Tekjur á framboðið herbergi kr. 17.317.
2000 10,87% Kr. 4.724 Tekjur á framboðið herbergi kr. 15.926.
2001 12,21% Kr. 5.952 Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.530.
Hér er raunveruleg verðhækkun á ferðinni og veitir ekki af.

Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Ef litið er til hótela á landsbyggðinni án Akureyrar og Keflavíkur var meðalnýting 5,13%, meðalverð 4.702 krónur og tekjur á framboðið herbergi kr. 7.473.
Til samanburðar koma fyrri ár:
1996 11,31% Kr. 2.452
1997 8,41% Kr. 3.173
1998 9,99% Kr. 2.835
1999 7,52% Kr. 4.633 Tekjur á framboðið herbergi kr. 10.798.
2000 4,29% Kr. 4.569 Tekjur á framboðið herbergi kr. 6.072.
2001 3,72% Kr. 5.337 Tekjur á framboðið herbergi kr. 6.153.

Þriðji ársfjórðungur 2002
Í meðfylgjandi töflu hafa verið teknar saman tölur frá þriðja ársfjórðungi 2002, þ.e. september, október, nóvember og desember, með samanburði við fyrri ár.

  1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
Reykjavík
Meðalverð 4.889 4.570 4.726 5.503 6.159 6.580 7.259
Meðalnýting 56,94% 52,81% 59,67% 64,16% 65,72% 60,56% 61,68%
Landsbyggð
Meðalverð 4.020 4.870 4.203 5.189 5.229 5.893 7.199
Meðalnýting 36,78% 26,86% 31,28% 29,15% 25,70% 26,72% 27,06%
Landsbyggð án Akureyrar og Keflavíkur
Meðalverð 3.546 3.694 3.672 4.509 4.974 4.636 4.758
Meðalnýting 31,33% 23,46% 25,17% 19,00% 15,84% 16,68% 18,67%

Samanburður við vísitölur
Að lokum fylgir hér mynd þar sem þróun meðalherbergjaverðs er borin saman við þróun lánskjara- og launavísitölu. Meðalgistitekjur, þ.e. nettóverð án VSK, er sett sem 100 árið 1990 og síðan bornar saman við þróun launavístölu og lánskjaravísitölu á sama tíma. Eins og sjá má þá haldast meðalgistitekjur nokkurnvegin í takt við lánskjaravísitölu en talsvert vantar á að meðalverð hafi haldið í við launaþróun.