Fróðlegar tölur frá SAF
Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, hafa gefið út niðurstöður úr tekjukönnun meðal hótela fyrir desembermánuð síðastliðinn. Tölunum fylgja einnig ársyfirlit og yfirlit um þróun meðalherbergjaverðs í samanburði við þróun lánskjara- og launavísitölu.
Tekjukönnunin byggir á upplýsingum frá samtals 20 hótelum innan SAF, þ.e. 10 hótelum í Reykjavík með samtals 1.079 herbergjum og öðrum 10 á landsbyggðinni með samtals 603 herbergjum.
Endurbætur á Hótel Esju hafa áhrif
Meðalnýting í Reykjavík í desember var 41,02% og meðalverð 5.791 krónur. Tekjur á framboðið herbergi voru 73.824 krónur.
Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:
1996 42,33% Kr. 2.504
1997 31,59% Kr. 3.728
1998 38,65% Kr. 3.347
1999 38,71% Kr. 4.917. Tekjur á framboðið herbergi kr. 59.010.
2000 39,11% Kr. 5.090. Tekjur á framboðið herbergi kr. 61.704.
2001 39,81% Kr. 5.349. Tekjur á framboðið herbergi kr. 66.003.
Enn þarf að ítreka að bætta nýtingu má rekja til þess að Hótel Esja er ekki reiknuð með í framboðinu og deilitalan því lægri. Raunnýting var um 15,4% lægri miðað við seld herbergi. Þeim fækkaði úr 13.352 í 11.293 og tekjur lækkuðu úr 71 milljón króna í 65 milljónir, eða um 8,2%
Landsbyggðin
Meðalnýting hjá þessum 10 hótelum á landsbyggðinni var 10,26% í desember. Meðalverð var 7.358 krónur og tekjur á framboðið herbergi 23.399 krónur.
Til samanburðar koma fyrri ár:
1996 11,13% Kr. 3.160
1997 10,56% Kr. 2.814
1998 15,31% Kr. 4.178
1999 12,07% Kr. 4.627 Tekjur á framboðið herbergi kr. 17.317.
2000 10,87% Kr. 4.724 Tekjur á framboðið herbergi kr. 15.926.
2001 12,21% Kr. 5.952 Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.530.
Hér er raunveruleg verðhækkun á ferðinni og veitir ekki af.
Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Ef litið er til hótela á landsbyggðinni án Akureyrar og Keflavíkur var meðalnýting 5,13%, meðalverð 4.702 krónur og tekjur á framboðið herbergi kr. 7.473.
Til samanburðar koma fyrri ár:
1996 11,31% Kr. 2.452
1997 8,41% Kr. 3.173
1998 9,99% Kr. 2.835
1999 7,52% Kr. 4.633 Tekjur á framboðið herbergi kr. 10.798.
2000 4,29% Kr. 4.569 Tekjur á framboðið herbergi kr. 6.072.
2001 3,72% Kr. 5.337 Tekjur á framboðið herbergi kr. 6.153.
Þriðji ársfjórðungur 2002
Í meðfylgjandi töflu hafa verið teknar saman tölur frá þriðja ársfjórðungi 2002, þ.e. september, október, nóvember og desember, með samanburði við fyrri ár.
1996 | 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | |
Reykjavík | |||||||
Meðalverð | 4.889 | 4.570 | 4.726 | 5.503 | 6.159 | 6.580 | 7.259 |
Meðalnýting | 56,94% | 52,81% | 59,67% | 64,16% | 65,72% | 60,56% | 61,68% |
Landsbyggð | |||||||
Meðalverð | 4.020 | 4.870 | 4.203 | 5.189 | 5.229 | 5.893 | 7.199 |
Meðalnýting | 36,78% | 26,86% | 31,28% | 29,15% | 25,70% | 26,72% | 27,06% |
Landsbyggð án Akureyrar og Keflavíkur | |||||||
Meðalverð | 3.546 | 3.694 | 3.672 | 4.509 | 4.974 | 4.636 | 4.758 |
Meðalnýting | 31,33% | 23,46% | 25,17% | 19,00% | 15,84% | 16,68% | 18,67% |
Samanburður við vísitölur
Að lokum fylgir hér mynd þar sem þróun meðalherbergjaverðs er borin saman við þróun lánskjara- og launavísitölu. Meðalgistitekjur, þ.e. nettóverð án VSK, er sett sem 100 árið 1990 og síðan bornar saman við þróun launavístölu og lánskjaravísitölu á sama tíma. Eins og sjá má þá haldast meðalgistitekjur nokkurnvegin í takt við lánskjaravísitölu en talsvert vantar á að meðalverð hafi haldið í við launaþróun.