Fara í efni

Kynningarfundir um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana

                 

Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa boða til 14 kynningarfunda um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plans-DMP) um landið.

Á fundunum mun Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Ferðamálastofu og þau Anna Katrín Einarsdóttir og Óskar Jósefsson frá Stjórnstöð ferðamála kynna verkþætti og tímalínu verkefnisins auk þess sem breski ráðgjafinn Tom Buncle mun fara ítarlega yfir eðli, markmið og tilgang slíkra verkefna og hvernig þau geta nýst inn í framtíðarskipulag og þróun svæða. Hagaðilar DMP verkefna eru breiður hópur s.s. sveitarfélög, markaðsstofur, atvinnuþróunarfélög, ferðaþjónar, ferðaklasar, upplýsingamiðstöðvar, aðrir þjónustuaðilar, öryggis- og viðbragðsaðilar, íbúar o.fl.

Nánari upplýsingar í PDF-skjali

Fundirnir verða sem hér segir:

Staður Dagur  Tími
Patreksfjörður, Félagsheimili Mánudagur 19/9           09:00
Suðureyri, Félagsheimili Mánudagur 19/9 14:00
Hólmavík, Félagsheimili Þriðjudagur 20/9 09:00
Borgarnes, Hótel Borgarnes Þriðjudagur 20/9 14:00
Höfn í Hornafirði, Nýheimar    Miðvikudagur 21/9 10:15
Egilsstaðir, Vonarland Miðvikudagur 21/9 16:00
Grundarfjörður, Sögumiðstöð Fimmtudagur 22/9 09:00
Reykjavík, Grand Hótel Reykjavík Fimmtudagur 22/9 15:00
Húsavík, Salka Mánudagur 10/10 09:30 
Blönduós, B&S/Eyvindarstofa Mánudagur 10/10  16:00
Akureyri, Hótel KEA Þriðjudagur 11/10 10:00
Selfoss, Fjölheimar Miðvikudagur 12/10 09:30
Vík í Mýrdal, Icelandair Hótel Vík Miðvikudagur 12/10  15:00
Reykjanes, Duus hús Fimmtudagur 13/10 09:30

 

Hlekkur á skráningarblað er hér að neðan. Vinsamlegast skráið þátttöku í það minnsta 3 virkum dögum fyrir fund á ykkar svæði. Hver fundur er áætlaður 2-3 tímar. Skráðir þátttakendur fá sendar ítarlegri upplýsingar um dagskrá hvers fundar og nánari fundarstað. 

Skráning á kynningarfundi um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana

Bein útsending frá Akureyri

Hægt verður að fylgjast með fundinum á Akureyri 11. október í beinni útsendingu á Internetinu. Til að tengjast fundinum er farið á slóðina hér að neðan:

https://global.gotomeeting.com/join/250596285