Fara í efni

Lögfræðingur á Akureyri - Afleysing

Ferðamálastofa óskar eftir að ráða lögfræðing í 100% starf í eitt ár á stjórnsýslu- og umhverfissvið stofnunarinnar á Akureyri

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stjórnsýsluleg meðferð mála
  • Afgreiðsla stjórnsýsluerinda, umsagna og álitsgerða
  • Ýmis lögfræðileg úrlausnarefni

Hæfniskröfur

  • Embættispróf eða meistaragráða í lögfræði
  • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu og málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga kostur
  • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta
  • Mjög góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti
  • Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu norðurlandamáli æskileg
  • Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið

  • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.
  • Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt mynd og kynningarbréf. Einnig skal fylgja umsókn staðfesting á prófgráðum.
  • Um er að ræða afleysingu til 12 mánaða. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en 15. mars nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi
  • Vakin er athygli á því að umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir til að framvísa sakavottorði.
  • Eingöngu er tekið við umsóknum rafrænt í gegnum vefgátt Starfatorgs.
  • Áhugasamir eru hvattir til að sækja um starfið, óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
  • Starfshlutfall er 100%
  • Umsóknarfrestur er til og með 16.02.2023

Nánari upplýsingar veitir

Helena Þuríður Karlsdóttir, Forstöðumaður - helena@ferdamalastofa.is
Elín Gróa Karlsdóttir, Fjármálastjóri - elin.groa.karlsdottir@ferdamalastofa.is

Smelltu hér til að sækja um starfið