Fara í efni

Mikilvægar upplýsingar vegna opnunar Grindavíkur fyrir almennri umferð

Mikilvægar upplýsingar vegna opnunar Grindavíkur fyrir almennri umferð

Líkt og tilkynnt hefur verið, verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð frá og með kl. 6 að morgni, mánudaginn 21. október.

Gera má ráð fyrir að áhugi verði á að sjá og upplifa hvaða áhrif jarðskjálftar og eldgos hafa haft á svæðið. Það á bæði við um almenning en jafnframt ferðaþjónustuaðila sem hafa hug á að bjóða upp á ferðir um svæðið og bæinn.

Sýnum ábyrgð og virðingu

Við beinum því til ferðaþjónustuaðla að upplýsa gesti sína og sýna ábyrga ferðahegðun í ferðum um bæinn. Mikilvægt er að skipuleggja og framkvæma ferðirnar af virðingu við samfélagið á svæðinu. Á það bæði við um markaðs- og kynningarefni og ferðirnar sjálfar. Gætum varkárni og tryggjum öryggi gesta og starfsfólks í hvívetna.

Tillitssemi við íbúa

Sýnum íbúum tillitssemi, göngum ekki um lóðir eða kíkjum á glugga yfirgefinna húsa svo dæmi séu tekin. Þá þarf að taka tillit til þess þegar farið er um svæðið í Efrahópi, þar sem hraun rann yfir í janúar, að þar misstu fjölskyldur aleigu sína.

Salernisaðstaða

Salernisaðstaða er ekki til staðar í Grindavík nema á þeim veitingastöðum sem eru opnir. Þeir eru enn sem komið er ekki margir.

Upplýsingabæklingar á íslensku og ensku

Hér að neðan eru tenglar á upplýsingabæklinga fyrir gesti og ferðaþjónustuaðila, bæði á íslensku og ensku. Þá er hægt að prenta út og dreifa. Bendum einnig á að fylgjast með uppfærðum leiðbeiningum inn á www.grindavik.is, www.visitreykjanes.is og www.safetravel.is.