Fara í efni

Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu

Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu

Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu er nám sem Háskólinn í Reykjavík býður upp á og er sérsniðið að þörfum stjórnenda í ferðaþjónustu. Það hefst 20. nóvember en áhersla er lögð á hagnýta færni sem hægt að virkja í framkvæmd strax.

Markmið

Markmið námsins er að efla og styrkja stjórnendur í ferðaþjónustu í daglegum áskorunum sinna starfa í gegnum sannreyndar og hagnýtar leiðir.

Kennt í 4 lotum

Námið samanstendur af 4 lotum sem kenndar eru með fjögurra vikna millibili. Gert er ráð fyrir verkefnavinnu í hverri lotu en námið veitir ekki einingar og er próflaust. Einnig er boðið upp á að sækja stakar lotur úr námslínunni. Loturnar eru:

  • Fjármál og áætlanagerð í ferðaþjónustu
    20. nóvember 2013 
  • Markvisst markaðsstarf í ferðaþjónustu
    22. janúar 2014 
  • Forysta og árangursmiðað starfsumhverfi
    19. febrúar 2014 
  • Mannauðsstjórnun og ráðningar í ferðaþjónustu
    12. mars 2014 

Kennsluaðferðir

Námskeiðin eru byggð upp á fyrirlestrum, hópvinnu og umræðum. Kennsluaðferðir eru í senn fjölbreyttar og hagnýtar og kalla á virka þátttöku nemenda.

Nánari upplýsingar og skráning