Yfirlit um spár um fjölda ferðamanna
Ferðamálastofa hefur um nokkurt skeið haldið utan um spár um fjölda erlendra ferðamanna hér á landi á næstu árum; þær spár sem hafa verið formlega birtar og stofnuninni hefur verið kunnugt um hverju sinni. Afráðið hefur verið að birta þessar upplýsingar á vef Ferðamálastofu sem og uppfærslur þeirra, þegar nýjar spár koma fram. Sjá nýjustu uppfærlsur
Spár um fjölda ferðamanna til Íslands - 1. febrúar 2023
(Nýjasta efst, þús.)
Eins og sjá má ef tölurnar eru skoðaðar er samkvæmt meðaltali þessara spáa gert ráð fyrir um 2 milljónum erlendra ferðamanna á árinu 2023, rúmlega 2,3 milljónum árið 2024 og rúmlega 2,5 milljónum árið 2025. Spá Ferðamálastofu er með hæstu gildin en hún byggir á fyrstu formlegu spám um meginstærðir í ferðaþjónustu á næstu árum, sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann fyrir Ferðamálastofu í október síðastliðnum. Nánar má kynna sér þær spár hér.