Fara í efni

Dagsektir lagðar á 21 ferðaskrifstofu

Ferðamálastofa hefur lagt dagsektir á 21 ferðaskrifstofu þar sem þær hafa ekki farið að lögum og skilað gögnum vegna árlegs endurmats á tryggingafjárhæð ferðaskrifstofa fyrir árið 2024.

Samkvæmt lögum ber öllum ferðaskrifstofum að skila gögnum til að hægt sé að endurmeta tryggingarfjárhæðir ferðaskrifstofa fyrir 1. apríl ár hvert. 

Þær ferðaskrifstofur sem ekki hafa brugðist við og skilað gögnum þrátt fyrir ítrekanir hafa nú verið sektaðar.

Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér.